sunnudagur, 30. maí 2010

Eurovision uppáhöld

Ég hef aldrei verið mikið fyrir Eurovision, nema sem afsökun fyrir að halda teiti. En stundum keppa þar lög sem hafa heillað mig. Í gær bættist svo eitt lag við þann hóp.

Hér er topp 4 listinn yfir mín uppáhaldslög í Eurovision:

4. Rússland: The Group of Peter Nalitch - Lost and Forgotten (2010)
Fallegt og vel sungið lag með tilraun til gríns. Vel gert!

3. Danmörk: Rollo&King - Never ever let you go (2001)
Óþolandi grípandi feel-good lag.

2. Noregur: Secret garden - Nochurne (1995)
Nánast eingöngu instrumental. Sigraði keppnina.

1. Frakkland: Sebastien Tellier - Divine (2008)
Langbesta Eurovisionlagið. Frábært lag frá stórkostlegum tónlistarmanni. Myndbandið er með þeim betri. Eina lagið sem ég hef kosið í Eurovision.

Ykkur er velkomið að benda mér á lög sem ég hef misst af í athugasemdum. Ef ekki þá lít ég svo á að þetta sé fullkominn listi.

3 ummæli:

  1. Þetta eru allt topplög, gæti bætt mörgum við samt.
    My Star með Brainstorm frá Lettlandi 2000 kemst þó hæst á blað, lentu í 2. sæti þegar Olsenbræðurnir sigruðu.

    SvaraEyða
  2. Flott lög! Nocturna var reyndar stolið af franskri götubandi, sá viðtal við þau en þau höfðu engan áhuga á að kæra, voru bara ánægð með að lagið hafið náð svona langt hehe. Sammála Hafþóri með My Star lagið.

    SvaraEyða
  3. Hafþór: True dat. Ég man enn eftir my star, sem hlýtur að teljast merkilegt þar sem ég man varla kennitöluna mína.

    Björgvin: Jebb. Í fyrsta sinn sem forhertir glæpamenn vinna Eurovision.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.