þriðjudagur, 25. maí 2010

NBA tilþrif

Úrslitakeppnin í NBA er á hvínandi fullu þessar næturnar og ég í fríi frá vinnu. Svo ég horfi á alla leiki og sef frameftir degi eða dögum.

Einn galli er þó á þessu stórkostlega tímabili; úrslitakeppnin í ár er drepleiðinleg. Fæstir leikirnir eru spennandi og liðin skiptast ekki einu sinni á að sigra leiki. Flest einvígi fara 4-0 með til armæðu.

Í nótt var smá spenna í leik Boston gegn Orlando þegar Orlando sigraði naumt, sem væri ekki í frásögu færandi ef tilþrif úrslitakeppninnar hefðu ekki átt sér stað í leiknum.

Þau átti Glen "Big Baby" Davis eftir að hafa skorað körfu úr stökkskoti.
[Smelltu á "lesa meira" til að sjá tilþrifin]



Tilþrifin:
Glen Davis fer á kostum.
Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.