Nokkur atriði:
- Afgreiðslukonan biður manninn aldrei um skilríki. Hún hefur ekki hugmynd um hversu gamall hann er. Hún er því að giska á að hann sé yngri en 20 ára.
- Hún segir honum að bíða "aðeins". Hún gabbar hann úr röðinni og lætur hann standa eins og fífl fyrir framan alla. Maðurinn er heppinn að spyrja fljótlega hversu lengi hann eigi að bíða. Hversu lengi hefði hann annars beðið?
- Rúsínan í pylsuendanum; hún æpir svarið yfir alla röðina og glottir svo framan í einhvern miðaldra karl sem er að ljúka viðskiptum skellihlæjandi. Til að mylja sjálfstraust mannsins enn smærra er gellan, sem hann var á góðri leið með að hössla skömmu áður, höfð hlæjandi að honum í næstu röð. Niðurlæg mannsins er algjör. Fyrir það eitt að líta út fyrir að vera ungur.
Svo virðist sem þessi miðaldra kelling eigi að vera sprenghlægileg hetja fyrir fordóma sína gagnvart unglegu útliti mannsins og eineltistilburði sína, í stað þess sem hún er í raun og veru; helvítis tussa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.