mánudagur, 3. maí 2010

Gutti og Scarlett

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi leikkonunnar Scarlett Johansson. Ekki vegna leikhæfileika hennar eða persónuleika. Það er útlit hennar sem fangar mig. Eða gerði það, þangað til í fyrradag.

Þá rakst ég á myndina Ghostworld með henni í aðalhlutverki. Myndaplagatið inniheldur þetta:


Nærmynd af Scarlett Johansson:


Dæmigerð mynd af henni frá því hún var ung.

Hér er svo mynd af Gutta, sem ég spila körfubolta með:


Nærmynd af Gutta:


Ef gleraugun eru fjarlægð af honum er hann nákvæmlega eins og Scarlett Johannsson á myndinni að ofan.

Ég kveð því Scarlett Johansson draumóra mína í bili og hætti að fara í sturtu eftir æfingar með Gutta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.