föstudagur, 7. maí 2010

Frídagurinn mikli 2010

Í dag var ég í fríi frá vinnu. Ég notaði tækifærið og verslaði í Bónus utan háannatíma. Eftir það fór ég í Bása og skaut golfkúlum tugi, ef ekki hundruði metra út í bláinn.

Þegar því var lokið nýtti ég restina af fríinu í að skoða Youtube og viti menn, ég fann tvö glæný myndbönd sem kættu mig.

Það fyrra er nýtt lag með Chemical Brothers. Það ber heitið Swoon og er teknískt:Seinna myndbrotið er úr lokaþætti seríu 5 af Tim&Eric Awesome Show Great Job! Paul Rudd í tölvunni:

Betra að taka fram að þetta eru gamanþættir. Þessu ber því ekki að taka alvarlega.

Eftir netráf hélt ég aðalfund UMFÁ, fór í bíó og ég veit ekki hvað og hvað! Æðislegt sumarfrí.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.