þriðjudagur, 11. maí 2010

Iron man 2

Scarlett leikur draum allra karlmanna í Iron man 2.
Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Don Cheadle, Sam Rockwell, Mickey Rourke og Scarlett "Gutti" Johansson.

Bíó og tímasetning: Smárabíó kl 22:40, fimmtudaginn 6. maí 2010.

Félagsskapur: Björgvin bróðir. Ca hálfur salur.

Saga myndar: Ofurtöffarinn og alkóholistinn Tony Stark lendir í einhverskonar tilvistarkreppu vegna... ég er ekki viss hvers. Svo koma vondir kallar sem ætla að meiða hann. Allir segja brandara, stanslaust á milli sprenginga.

Leikur: Robert Downey Jr nær að sannfæra mig um að hann sé drullusokkur, Mickey Rourke um að honum þyki vænt um páfagaukinn sinn og Scarlett Johansson um að  mig langi til að fara í sleik við hana.

Sam Rockwell, einn uppáhaldsleikari minn, er alltaf góður. Bestur í þessu tilviki.

Annað varðandi mynd: Myndin er drekkhlaðinn leikurum og karakterum sem skipta engu máli fyrir söguna og þvælast mjög fyrir. Sagan er vægast sagt slæm og boðskapur hennar viðbjóður. Of mikið af gríni og uppbyggining myndarinnar klunnaleg. Karakterinn Pepper Potts er fullkomlega óþolandi.

Hafandi sagt það þá verður því ekki neitað að þetta er fín heilalaus sumarskemmtun.

Boðskapur myndar: Það er í lagi að vera hrokafullur drullusokkur ef þú er góður í einhverju eða ert ofurhetja & taumlaust ofbeldi og stór vopn eru megakúl.

Fróðleikur: Leikstjóri Iron man myndanna, Jon Favreau, lék kærasta Monicu Geller í friends í nokkrum þáttum.

Stjörnugjöf: Ein stjarna af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.