sunnudagur, 23. maí 2010

Pókermont

Hvernig komst þessi mynd hingað? Skrítið.

Ég vil síður monta mig af því að hafa sigrað fimmta mót íslensku Partypóker-mótaraðarinnar í kvöld (sjá hér) og hafa þannig unnið mér inn 150 dollara (tæplega 20.000 krónur), eftir að hafa aðeins keppt tvisvar áður á þessum mótum. Svo ég sleppi því.

Hvað get ég sagt. Ég er bara svona hlédrægur.

Þess í stað ætla ég að taka fram að ég hef pantað mér snekkju á netinu og get ekki beðið eftir að greiða restina af henni með því að spila póker um borð í henni í Kópavogshöfn, ef sú höfn er til.

3 ummæli:

  1. Jónas Reynir24.5.2010, 16:06

    Ég hefði óskað þér til hamingju með sigurinn hefðirðu bloggað um þetta.
    Hvað get ég sagt. Ég er bara svona vingjarnlegur.

    SvaraEyða
  2. Þetta er magnaður árangur!

    SvaraEyða
  3. Jónas: Óheppinn að hafa ekki vitað af þessu og þar með óskað mér til hamingju, af því ef þú hefðir gert það þá hefði ég þakkað þér kærlega fyrir. Mjög óheppinn.

    Björgvin: Takk. Það kepptu reyndar bara 23 í þetta skipti. Síðast voru um 40 held ég. Þá varð ég í 10. sæti.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.