Í gær var ég viðstaddur tvo stórviðburði. Annars vegar brúðkaup Braga og Unnar en Bragi er sonur konu pabba eða bróðir mínn. Það helsta sem gerðist í brúðkaupinu:
- Bragi og Unnur giftust.
- Maturinn var ótrúlega góður. Humarsúpa í forrétt, eitthvað kjöt í aðalrétt og Frönsk súkkulaðikaka í eftirmat.
- Ég steig á kjól brúðarinnar þegar ég réðist á eftirréttinn. Ég baðst þó afsökunnar með andlitið sótsvart af súkkulaðiköku. Mig grunar að mér verði ekki boðið í brúðkaup á næstunni.
Eftir brúðkaupið spólaði ég af stað í lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFÁ þar sem tímabilið var kvatt með tárum. Hér er það helsta sem gerðist í lokahófinu:
- Svenni stóð við orð sín um að láta vaxa á sér bringuna ef við næðum 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór í apríl.
- Gísli vann bæði verðlaunin sem kosið var um; Verðmætasti leikmaðurinn og fallegasti líkaminn.
- Metþátttaka var á lokahófinu en 13 manns mættu, allt í allt.
Hér eru svo nokkrar myndir frá lokahófinu. Allar myndir má sjá stærri og í nýjum glugga með því að smella á þær.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjxuwcNoglBkF2VnpWUe9XjaC3vhtKJPprDt-vl6egzW6DZ4SBpg9QS6EROvNzvWGrkFWPWb9Qdx_ll1syqTxzHm8C8BfEvMnc1etJw535k9C7s7SN1IOPWryRzNLJ9DY2ejBWDaw/s400/guttimip.jpg) |
Scarlett Johansson Gutti tekur við verðlaunum fyrir besta nýliðann úr höndum Simma. |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgUPceQb3QDOD4s0YHR0j9YyoTcktXWXZgIGUmGToHwRzB5xpLbwS3WQe7dh9FRcasbFLg3HbTKdTVmzPLVWxt0NJPOpR73811jAmeSt1yjHNSFriD6aWKQF0Tws7Efx4CkqMbFJA/s400/sibbifinals.jpg) |
Sibbi tekur við "Besti leikmaður úrslitakeppninnar" verðlaununum. |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgu3PCm2eLVQZGWOzmu2PJyslqORzu0lHfLT_OuTqKZM2jfErDgVbD7l6K3RC7Al9QRu4f5WS9scoDL8Zcgop1u0VkA-Vl247G4dx88tbcFeFq0LeHaqEokl9NHxKf2Rs611sxHJg/s400/ftg.jpg) |
Ég hætti í stjórn UMFÁ og fékk risahraun í starfslokasamning. |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhGSl8RJVqCzbccGcehCSxC1REcmZ3maNLD-iYEnnG-BE359tvKalSrgQ5qDwvVC7_zjUmgIeaph10xmc-GDXBjjqSIW_qjqCJvFMrLsK3P7uyFMgK-cGrLTfjO0ppRS6H_voK6tQ/s400/gislimvb.jpg) |
Gísli er kosinn besti líkaminn og verðmætasti leikmaðurinn. Kæti hans náðist illa á filmu. |
Þú gleymdir að telja upp ælurnar og magn áfengis í blóði sumra leikmanna :)
SvaraEyðahehe Þar sem þetta er undir formerkjum UMFÁ þá er betra að taka fram að þarna voru allir edrú. Til fyrirmyndar fyrir unga fólkið.
SvaraEyða