sunnudagur, 16. maí 2010

Brúðkaup og lokahóf

Í gær var ég viðstaddur tvo stórviðburði. Annars vegar brúðkaup Braga og Unnar en Bragi er sonur konu pabba eða bróðir mínn. Það helsta sem gerðist í brúðkaupinu:

  1. Bragi og Unnur giftust.
  2. Maturinn var ótrúlega góður. Humarsúpa í forrétt, eitthvað kjöt í aðalrétt og Frönsk súkkulaðikaka í eftirmat.
  3. Ég steig á kjól brúðarinnar þegar ég réðist á eftirréttinn. Ég baðst þó afsökunnar með andlitið sótsvart af súkkulaðiköku. Mig grunar að mér verði ekki boðið í brúðkaup á næstunni.

Eftir brúðkaupið spólaði ég af stað í lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFÁ þar sem tímabilið var kvatt með tárum. Hér er það helsta sem gerðist í lokahófinu:

  1. Svenni stóð við orð sín um að láta vaxa á sér bringuna ef við næðum 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór í apríl.
  2. Gísli vann bæði verðlaunin sem kosið var um; Verðmætasti leikmaðurinn og fallegasti líkaminn.
  3. Metþátttaka var á lokahófinu en 13 manns mættu, allt í allt.

Hér eru svo nokkrar myndir frá lokahófinu. Allar myndir má sjá stærri og í nýjum glugga með því að smella á þær.
Scarlett Johansson Gutti tekur við verðlaunum fyrir besta nýliðann úr höndum Simma.
Sibbi tekur við "Besti leikmaður úrslitakeppninnar" verðlaununum.
Ég hætti í stjórn UMFÁ og fékk risahraun í starfslokasamning.
Gísli er kosinn besti líkaminn og verðmætasti leikmaðurinn. Kæti hans náðist illa á filmu.

2 ummæli:

  1. Þú gleymdir að telja upp ælurnar og magn áfengis í blóði sumra leikmanna :)

    SvaraEyða
  2. hehe Þar sem þetta er undir formerkjum UMFÁ þá er betra að taka fram að þarna voru allir edrú. Til fyrirmyndar fyrir unga fólkið.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.