Ég dró því fram gamla mynd sem gefur til kynna hvað mér muni finnast um þetta lag eftir ákveðinn tíma:
Þetta útskýrir ca allt. |
Týpa A af lögum finnst mér alltaf mjög góð fyrstu 4-5 skiptin sem ég heyri þau en eftir það hrynur álit mitt á þeim. Oftar en ekki eru þetta mellupoppsmellir sem maður skammast sín fyrir að hlusta á.
Týpa B er venjulega sæmilega vinsæl lög. Dæmigert Bylgjulag er B-týpa. Eftir ákveðinn tíma fær maður þó viðbjóð á því.
Týpa C eru klassísk lög. Í fyrstu eru þau frekar slöpp en því oftar sem ég hlusta, því betri verða þau. Þessi lög lækka aldrei mikið í áliti eftir að toppi er náð. Næstum öll lög Nick Cave flokkast sem týpa C.
Hér eru dæmi um allar týpur:
Týpa A:
Timbaland - Morning after dark
Þetta lag er ég með á heilanum og skammast mín mjög mikið fyrir. En ég fórna því litla orðspori sem ég hef fyrir þetta dæmi.
Týpa B:
Blur - Fool's day
Þetta lag heyrði ég einmitt í morgun. Er enn að hækka. Eftir ca 2-3 vikur fer það aftur niður. Þangað til reyni ég að njóta þess.
Týpa C:
Nick Cave - Brompton Oratory
Ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta lag í fyrsta skipti. Sennilega af mér fannst það ekkert sérstakt þá. Í dag er það klassík.
Ég er 100% sammála þér! REM er fyrir mér fullkomið dæmi um c týpu hljómsveit, sama með Meat Loaf, Tom Waits, Nick Cave, Leonard Cohen og fl. En hvaða djöfulsins fáviti gerði "myndbandið" við nýja Blur lagið?
SvaraEyðaJebb. REM hafa reyndar átt poppslagara í B.
SvaraEyðaÞetta er talið eitt besta myndband síðustu ára. Ég veit ekki hver telur það.