miðvikudagur, 5. maí 2010

Spam ver 2.0

Í gær fékk ég bréf frá einhverjum sem kallar sig Cross Killer. Bréfið er áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Hér er það í heild sinni:

Stórskemmtilegt bréf. Smellið á bréfið fyrir stærra eintak.
Fyrir þá sem ekki nenna að lesa allt bréfið: Cross Killer hefur fengið tilboð um að drepa mig. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að greiða 6.000 dollara. Og ég má ekki segja neinum frá þessu.

Ég tek ofan fyrir spömmurum fyrir að frumleika. Þetta er magnað bréf.

Ég vona bara að lesendur þessa bréfs fyrirgefi mér fyrir að setja þá á dauðalistann hjá Cross Killer fyrir það eitt að vita af þessum hótunum.

3 ummæli:

  1. Jahá! Þetta er mjög frumlegt! Fallega boðið af honum samt að þyrma lífi þínu fyrir smá pening :)

    SvaraEyða
  2. Kannski pointless að setja inn ahugasemd þar sem ú verður dauður hvort er soon ... en byrja kannski á pistlinum í moggann bara í staðinn ... well nema þú ætlir að borga þetta ? Ég get alveg tipsað í þetta líka hehe :)

    SvaraEyða
  3. Björgvin: Já, þetta er fínn kall.

    Þórey: Ég borgaði þetta. Og hann sagði mér að þú hefðir borgað upphaflega fyrir aftöku mína. Ég er frekar fúll út í þig.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.