Hér er viðbótartölfræði við þessa færslu en hún tengist ferðalagi mínu um landið 4.-7. ágúst síðastliðinn:
Ferðir í bíó að sjá The Island: 1
Fjöldi skipta sem myndin fær 3 stjörnur af fjórum: 1x
Stöðvaður af löggunni á Selfossi fyrir að keyra of hratt: 0x
Stöðvaður af löggunni á Selfossi fyrir að vera of fallegur: 0x
Stöðvaður af löggunni á Selfossi útaf engu og sleppt strax: 1x
Hlutum týnt í ferðinni: 253
Hlutir fundnir aftur skömmu síðar: 253
Sigurvegari í 'hver er maðurinn' leiknum á leiðinni: 2x
Tapari í 'hver er maðurinn' leiknum á leiðinni: 29x
Ég get ekki beðið eftir að taka annað svona ferðalag.
þriðjudagur, 9. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og áður hefur komið fram fjárfesti ég í nýrri stafrænni myndavél nýlega í för minni um landið. Þetta er fjórða stafræna myndavélin sem ég eignast og fyrsta góða vélin en ein þeirra varð úrelt, önnur reyndist vera drasl og sú þriðja enn meira drasl. Þetta þýðir aðeins eitt; myndasíðan alræmda mun lifna við á næstunni ef fer fram sem horfir. Það vantar þó eitt núna og það er myndefnið. Til að redda því hef ég ákveðið að fremja eftirfarandi atburði á næstunni:
* Gönguferðir víðsvegar í fríðu föruneyti
* Áfengispartý í sjúskuðu föruneyti
* Kynlífspartý í úthaldsgóðu föruneyti
* Spilapartý í skemmtilegu föruneyti
* Lærdómspartý í gáfuðu föruneyti
* Ferðalög víðsvegar um landið í frábæru föruneyti
Fleiri tillögur eru vel þegnar. Færri tillögur eru hinsvegar illa þegnar.
* Gönguferðir víðsvegar í fríðu föruneyti
* Áfengispartý í sjúskuðu föruneyti
* Kynlífspartý í úthaldsgóðu föruneyti
* Spilapartý í skemmtilegu föruneyti
* Lærdómspartý í gáfuðu föruneyti
* Ferðalög víðsvegar um landið í frábæru föruneyti
Fleiri tillögur eru vel þegnar. Færri tillögur eru hinsvegar illa þegnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag eru 60 ár frá síðari kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Japan en þá voru borgirnar Hiroshima og Nagasaki sprengdar í tætlur. Hér er smá tölfræði:
Ár/Borg/Mannfall/Árásaraðili
1941/Oahu, Hawaii (Pearl Harbor)/2.403 manns/Japan
1945/Hiroshima/237.062 manns/Bandaríkin
1945/Nagasaki/um 150.000 manns/Bandaríkin
2001/New York/2.752 manns/Óvíst
Betra að taka það fram að þessi listi er tæmandi yfir árásir á Bandaríkin síðustu 70 ár en alls ekki tæmandi yfir lönd sem Bandaríkin hefur sprengt í tætlur á sama tíma.
Greyið Bandaríkjamennirnir.
Ár/Borg/Mannfall/Árásaraðili
1941/Oahu, Hawaii (Pearl Harbor)/2.403 manns/Japan
1945/Hiroshima/237.062 manns/Bandaríkin
1945/Nagasaki/um 150.000 manns/Bandaríkin
2001/New York/2.752 manns/Óvíst
Betra að taka það fram að þessi listi er tæmandi yfir árásir á Bandaríkin síðustu 70 ár en alls ekki tæmandi yfir lönd sem Bandaríkin hefur sprengt í tætlur á sama tíma.
Greyið Bandaríkjamennirnir.
mánudagur, 8. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég geri fjögra daga roadtrippið, sem var að ljúka nýlega, upp í gegnum tölfræðiupplýsingar, en ekki hvað:
Gistinætur á gistiheimili: 1
Gistinætur á tjaldstæði í Vaglaskógi: 1
Gönguferðir um Dimmuborgir: 1
Sundferðir á Illugastöðum: 1
Fjöldi keyptra stafrænna myndavéla: 1
Fjöldi keyptra nærbuxna: 2
Fjöldi of mikilla upplýsinga hér að ofan: 1
Tekinn fjöldi mynda: 20 stk.
Birtur fjöldi mynda á gsmbloggið: 10 stk.
Laugarvegurinn genginn með Óla Rú klukkutíma fyrir Gay Pride dótið: 1x
Fjöldi "eruði að koma úr skápnum saman?" spurninga á Laugarveginum: 2x
Skipti sem ég öskraði "NEI!" eins hátt og ég gat við spurningunni að ofan: 37x
Fjöldi kílóa af mat borðaður í ferðinni: 1,5
Fjöldi kílóa af nammi borðaður í ferðinni: 23
Fjöldi tíma í bíl: 20
Fjöldi tíma sofandi: 17
Fjöldi tíma borðandi: 2
Fjöldi tíma í sund/gönguferð: 4
Fjöldi tíma í annað: 51,5
Lengd ferðar í tímum: 94,5
Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Hefðum mátt eyða meiri tíma í náttúrunni. Það er aðeins eitt við því að gera; fara fljótlega aftur í svona ferð.
Gistinætur á gistiheimili: 1
Gistinætur á tjaldstæði í Vaglaskógi: 1
Gönguferðir um Dimmuborgir: 1
Sundferðir á Illugastöðum: 1
Fjöldi keyptra stafrænna myndavéla: 1
Fjöldi keyptra nærbuxna: 2
Fjöldi of mikilla upplýsinga hér að ofan: 1
Tekinn fjöldi mynda: 20 stk.
Birtur fjöldi mynda á gsmbloggið: 10 stk.
Laugarvegurinn genginn með Óla Rú klukkutíma fyrir Gay Pride dótið: 1x
Fjöldi "eruði að koma úr skápnum saman?" spurninga á Laugarveginum: 2x
Skipti sem ég öskraði "NEI!" eins hátt og ég gat við spurningunni að ofan: 37x
Fjöldi kílóa af mat borðaður í ferðinni: 1,5
Fjöldi kílóa af nammi borðaður í ferðinni: 23
Fjöldi tíma í bíl: 20
Fjöldi tíma sofandi: 17
Fjöldi tíma borðandi: 2
Fjöldi tíma í sund/gönguferð: 4
Fjöldi tíma í annað: 51,5
Lengd ferðar í tímum: 94,5
Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Hefðum mátt eyða meiri tíma í náttúrunni. Það er aðeins eitt við því að gera; fara fljótlega aftur í svona ferð.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson

Ég hef snúið aftur til skrifa eftir fjögra daga frí frá lífinu og þriggja daga frí frá veftímaritinu en þetta frí fól í sér að ferðast um landið á glæsibifreiðinni Hannibal með Soffíu og Sigrúni Önnu. Ég vann þó 20% vinnu á veftímaritinu við að taka myndir og senda inn á gsmbloggið, sem þið getið séð hér.
Allavega, ferðasagan verður rakin bráðum. Þangað til; skoðið teiknimyndasögu okkar Jónasar sem ber heitið Arthúr og er að finna hér. Ný saga í dag eða alla mánudaga og fimmtudaga.
Ég er að vinna í því að finna eitthvað fyndið að segja. Sú vinna gengur hægt.
fimmtudagur, 4. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að enn einu fríinu á veftímaritinu. Ritnefnd 'Við rætur hugans' hefur fengið frí á morgun á skattstofunni og stefnir á roadtrip um landið með Soffíu. Ótrúlegt hvað bíllinn hennar rúmar.
Ritnefndin biður ykkur því vel að lifa fram á sunnu- eða mánudag, þá getið þið farið að lifa illa aftur.
Ef ykkur þyrstir í fréttir þá kíkið á gsmbloggið hér, sem ritnefndin hyggst uppfæra með símanum sínum, hvar sem hún verður, eins oft og hún mögulega getur.
Góða helgi og gott frí frá þessari síðu.
Ritnefndin biður ykkur því vel að lifa fram á sunnu- eða mánudag, þá getið þið farið að lifa illa aftur.
Ef ykkur þyrstir í fréttir þá kíkið á gsmbloggið hér, sem ritnefndin hyggst uppfæra með símanum sínum, hvar sem hún verður, eins oft og hún mögulega getur.
Góða helgi og gott frí frá þessari síðu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki frá því að ég hafi komist í kynni við annað hvort heimskasta eða ótillitssamasta mann Skandinavíu í ræktinni í gær, en þó sennilega bæði. Það voru ca 10-12 manns að lyfta í lyftingarsal Egilsstaða í gær, hlustandi á tónlistarstöð, þegar inn gekk miðaldra badmintonspilari. Hann gerði sér lítið fyrir og skipti yfir á umræðuþátt á rás 1 og sagðist ekki trúa að fólk vilji í alvöru hlusta á þessa tónlist.
Í hausnum á mér réðust allir viðstaddir á manninn og lömdu í blóðmör en í raunveruleikanum gekk steraþrútin stúlka að tækinu og skipti aftur yfir á tónlistina. Þetta blöskraði fíflinu svo að hann gekk út við mikinn fögnuð viðstaddra. Ef ég hefði haft á mér riffil hefði ég skotið upp í loftið og öskrað eitthvað óskiljanlegt, slík var gleðin.
Í hausnum á mér réðust allir viðstaddir á manninn og lömdu í blóðmör en í raunveruleikanum gekk steraþrútin stúlka að tækinu og skipti aftur yfir á tónlistina. Þetta blöskraði fíflinu svo að hann gekk út við mikinn fögnuð viðstaddra. Ef ég hefði haft á mér riffil hefði ég skotið upp í loftið og öskrað eitthvað óskiljanlegt, slík var gleðin.
miðvikudagur, 3. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég komst nálægt meti mínu hvað íþróttir varðar þegar ég stundaði stanslaus átök frá klukkan 18:00 til 23:00 eða í 5 tíma í gær. Lyftingar í tvo tíma og bandý í þrjá. Í dag ber líkami minn þess bersýnilega merki þar sem ég á erfitt með gang og í ljósi þess að ég elska sársauka, brosi ég allan hringinn eða því sem næst.
Í dag er svo áætlað að lenda í slagsmálum við móturhjólaribbalda og jafnvel æsta innhringjendur á skattstofuna um leið og ég hlusta á sálina hans jóns míns og geng í alltof þröngum nærbuxum.
Í dag er svo áætlað að lenda í slagsmálum við móturhjólaribbalda og jafnvel æsta innhringjendur á skattstofuna um leið og ég hlusta á sálina hans jóns míns og geng í alltof þröngum nærbuxum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er tæmandi listi yfir það sem ég gerði um verslunarmannahelgina 2005 (meira endurminningar fyrir mig að nota í ævisögu mína seinna meir en nokkurntíman skemmtilestur):
Laugardagurinn 30. júlí:
Þriðji frídagurinn minn í sumar.
Ég nýtti hann í sund og í að gera alls ekki neitt.
Sunnudagurinn 31. júlí:
Fjórði frídagur sumarsins.
Sló skattstofugarðinn eins og maður.
Lyfti lóðum eins og simpansi.
Synti eins og górilla.
Göngutúraði um Egilsstaðaskóg með Soffíu.
Mánudagurinn 1. ágúst:
Fimmti frídagur sumarsins.
Borðaði.
Skokkaði með Soffíu um Egilsstaðaskóg.
Afslappaði um kvöldið.
Þar hafið þið það. Hættið svo að spyrja!
Laugardagurinn 30. júlí:
Þriðji frídagurinn minn í sumar.
Ég nýtti hann í sund og í að gera alls ekki neitt.
Sunnudagurinn 31. júlí:
Fjórði frídagur sumarsins.
Sló skattstofugarðinn eins og maður.
Lyfti lóðum eins og simpansi.
Synti eins og górilla.
Göngutúraði um Egilsstaðaskóg með Soffíu.
Mánudagurinn 1. ágúst:
Fimmti frídagur sumarsins.
Borðaði.
Skokkaði með Soffíu um Egilsstaðaskóg.
Afslappaði um kvöldið.
Þar hafið þið það. Hættið svo að spyrja!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hver ætli refsingin sé í Portúgal fyrir að vera yfirvaraskeggslaus karlmaður eftir fertugt? Ég sá 5-6 portúgali saman á röltinu í gær og þeir voru allir með aðdáunarvert yfirvaraskegg. Spurning hvort ég byrji að safna núna svo ég verði kominn með viðunandi yfirvaraskegg þegar og ef ég næ fertugsaldri.
þriðjudagur, 2. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er vægast sagt erfitt að vera ég. Hver ákvörðun er gríðarlegt ferli eins og ég mun sýna fram á með eftirfarandi formúlu. Aðgerð er hrint í framkvæmd ef:
A + B*(X + Y) + C*(U + X) < D*(U + X) + E
A = Letistuðull
B = Þreytustuðull
X = Andlegur þáttur
Y = Líkamlegur þáttur
C = (1-D) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð ekki
D = (1-C) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð
U = Fjárhagslegur þáttur
E = Stig sem ég fæ hjá stelpum fyrir að gera viðkomandi aðgerð
Á mannamáli: Ef letin, þreytan og ágóðinn af því að gera eitthvað ekki er minni en fjárhagslegur og andlegur ágóði auk stiga sem ég skora hjá stelpunum fyrir að gera umrædda aðgerð, þá geri ég hana. Annars ekki.
Hver einasta ákvörðun dagsins fer í gegnum þessa formúlu mína. Lífið er erfitt en líf mitt er sérstaklega erfitt.
A + B*(X + Y) + C*(U + X) < D*(U + X) + E
A = Letistuðull
B = Þreytustuðull
X = Andlegur þáttur
Y = Líkamlegur þáttur
C = (1-D) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð ekki
D = (1-C) = Ágóði á að gera viðkomandi aðgerð
U = Fjárhagslegur þáttur
E = Stig sem ég fæ hjá stelpum fyrir að gera viðkomandi aðgerð
Á mannamáli: Ef letin, þreytan og ágóðinn af því að gera eitthvað ekki er minni en fjárhagslegur og andlegur ágóði auk stiga sem ég skora hjá stelpunum fyrir að gera umrædda aðgerð, þá geri ég hana. Annars ekki.
Hver einasta ákvörðun dagsins fer í gegnum þessa formúlu mína. Lífið er erfitt en líf mitt er sérstaklega erfitt.
mánudagur, 1. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson

Þá er komið að því. Myndasögur okkar Jónasar eru tilbúnar og nú hefur síða verið gerð undir herlegheitin. Myndasagan ber nafnið Arthúr og fjallar um kjarna lífsins.
Kíkið á Arthúr hér. Það kemur ný myndasaga alla mánudaga og fimmtudaga. Njótið.
Mér þætti einnig vænt um ef þið sæuð ykkur fært að hlekkja á afkvæmið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)