miðvikudagur, 3. ágúst 2005

Ég komst nálægt meti mínu hvað íþróttir varðar þegar ég stundaði stanslaus átök frá klukkan 18:00 til 23:00 eða í 5 tíma í gær. Lyftingar í tvo tíma og bandý í þrjá. Í dag ber líkami minn þess bersýnilega merki þar sem ég á erfitt með gang og í ljósi þess að ég elska sársauka, brosi ég allan hringinn eða því sem næst.

Í dag er svo áætlað að lenda í slagsmálum við móturhjólaribbalda og jafnvel æsta innhringjendur á skattstofuna um leið og ég hlusta á sálina hans jóns míns og geng í alltof þröngum nærbuxum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.