Ég er ekki frá því að ég hafi komist í kynni við annað hvort heimskasta eða ótillitssamasta mann Skandinavíu í ræktinni í gær, en þó sennilega bæði. Það voru ca 10-12 manns að lyfta í lyftingarsal Egilsstaða í gær, hlustandi á tónlistarstöð, þegar inn gekk miðaldra badmintonspilari. Hann gerði sér lítið fyrir og skipti yfir á umræðuþátt á rás 1 og sagðist ekki trúa að fólk vilji í alvöru hlusta á þessa tónlist.
Í hausnum á mér réðust allir viðstaddir á manninn og lömdu í blóðmör en í raunveruleikanum gekk steraþrútin stúlka að tækinu og skipti aftur yfir á tónlistina. Þetta blöskraði fíflinu svo að hann gekk út við mikinn fögnuð viðstaddra. Ef ég hefði haft á mér riffil hefði ég skotið upp í loftið og öskrað eitthvað óskiljanlegt, slík var gleðin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.