þriðjudagur, 9. ágúst 2005

Eins og áður hefur komið fram fjárfesti ég í nýrri stafrænni myndavél nýlega í för minni um landið. Þetta er fjórða stafræna myndavélin sem ég eignast og fyrsta góða vélin en ein þeirra varð úrelt, önnur reyndist vera drasl og sú þriðja enn meira drasl. Þetta þýðir aðeins eitt; myndasíðan alræmda mun lifna við á næstunni ef fer fram sem horfir. Það vantar þó eitt núna og það er myndefnið. Til að redda því hef ég ákveðið að fremja eftirfarandi atburði á næstunni:

* Gönguferðir víðsvegar í fríðu föruneyti
* Áfengispartý í sjúskuðu föruneyti
* Kynlífspartý í úthaldsgóðu föruneyti
* Spilapartý í skemmtilegu föruneyti
* Lærdómspartý í gáfuðu föruneyti
* Ferðalög víðsvegar um landið í frábæru föruneyti

Fleiri tillögur eru vel þegnar. Færri tillögur eru hinsvegar illa þegnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.