mánudagur, 8. ágúst 2005

Ég geri fjögra daga roadtrippið, sem var að ljúka nýlega, upp í gegnum tölfræðiupplýsingar, en ekki hvað:

Gistinætur á gistiheimili: 1
Gistinætur á tjaldstæði í Vaglaskógi: 1

Gönguferðir um Dimmuborgir: 1
Sundferðir á Illugastöðum: 1

Fjöldi keyptra stafrænna myndavéla: 1
Fjöldi keyptra nærbuxna: 2
Fjöldi of mikilla upplýsinga hér að ofan: 1

Tekinn fjöldi mynda: 20 stk.
Birtur fjöldi mynda á gsmbloggið: 10 stk.

Laugarvegurinn genginn með Óla Rú klukkutíma fyrir Gay Pride dótið: 1x
Fjöldi "eruði að koma úr skápnum saman?" spurninga á Laugarveginum: 2x
Skipti sem ég öskraði "NEI!" eins hátt og ég gat við spurningunni að ofan: 37x

Fjöldi kílóa af mat borðaður í ferðinni: 1,5
Fjöldi kílóa af nammi borðaður í ferðinni: 23

Fjöldi tíma í bíl: 20
Fjöldi tíma sofandi: 17
Fjöldi tíma borðandi: 2
Fjöldi tíma í sund/gönguferð: 4
Fjöldi tíma í annað: 51,5
Lengd ferðar í tímum: 94,5

Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Hefðum mátt eyða meiri tíma í náttúrunni. Það er aðeins eitt við því að gera; fara fljótlega aftur í svona ferð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.