fimmtudagur, 4. ágúst 2005

Þá er komið að enn einu fríinu á veftímaritinu. Ritnefnd 'Við rætur hugans' hefur fengið frí á morgun á skattstofunni og stefnir á roadtrip um landið með Soffíu. Ótrúlegt hvað bíllinn hennar rúmar.

Ritnefndin biður ykkur því vel að lifa fram á sunnu- eða mánudag, þá getið þið farið að lifa illa aftur.

Ef ykkur þyrstir í fréttir þá kíkið á gsmbloggið hér, sem ritnefndin hyggst uppfæra með símanum sínum, hvar sem hún verður, eins oft og hún mögulega getur.

Góða helgi og gott frí frá þessari síðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.