Ég hef samið enn eitt ljóðið. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig síðustu vikur og mánuði. Þrjú ljóð á rúmlega fimm mánuðum. Ef þetta heldur svona áfram gef ég út ljóðabók eftir um 7 ár með um 50,4 ljóðum.
Ljóð þetta er ljótt og illa ort
og fleiri galla það hefur við að glíma
en þrátt fyrir það
og þrátt fyrir mig
náði ég að láta það ríma
fimmtudagur, 27. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun ákvað ég að prófa að taka ofurorkutöflu af gerðinni Rip Fuel í fyrsta sinn í ljósi þess að ég svaf lítið í nótt, til þess að getað keyrt aftur til Reykjavíkur frá Laugarvatni til að læra í skólanum svo ég geti skilað inn ritgerð 8. maí næstkomandi svo ég geti útskrifast frá þessum skóla sem ég hef stundað nám við síðustu ár og haft gaman af.
Það er skemmst frá því að segja að taflan virkar; ég var 7 sekúndur að skrifa þessa færslu.
Það er skemmst frá því að segja að taflan virkar; ég var 7 sekúndur að skrifa þessa færslu.
mánudagur, 24. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gott ef Nostradamus spáði ekki eftirfarandi spádómi fyrir daginn í dag:
"Og sjá, á degi tuttugasta að viðbættum fjórum, fjórða mánaðar sjötta árs nýrrar aldar skal fæðast orðaskáld á neti kennt við inter og munu allar gáttir heljar opnast við frumflutning ljóða viðkomandi. Skal skáldið bera nafn forfeðra sinna og skal urlið verða www.ljod.is/poempage.php?sView=poet-view&iPoetID=2553&sSearch=authors."
Nú verður spennandi að sjá hvort þessi spádómur rætist. ATH. ég skrifa þennan spádóm bara eftir minni. Ég tek enga ábyrgð á því.
"Og sjá, á degi tuttugasta að viðbættum fjórum, fjórða mánaðar sjötta árs nýrrar aldar skal fæðast orðaskáld á neti kennt við inter og munu allar gáttir heljar opnast við frumflutning ljóða viðkomandi. Skal skáldið bera nafn forfeðra sinna og skal urlið verða www.ljod.is/poempage.php?sView=poet-view&iPoetID=2553&sSearch=authors."
Nú verður spennandi að sjá hvort þessi spádómur rætist. ATH. ég skrifa þennan spádóm bara eftir minni. Ég tek enga ábyrgð á því.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef sett saman lista yfir leiðinlegustu myndir sem ég hef séð um ævina. Skilyrðin fyrir því að myndin geti komist á listann eru eftirfarandi:
* Með amk einum frægum leikara.
* Einhver (talsverður) peningur settur í framleiðsluna.
Hér er svo listinn. Myndin er númer 1 er leiðinlegasta myndin:
5. Intolerable Cruelty.
Fjallar um skilnaðarlögfræðing sem verður hrifinn af mellu sem giftist til fjár. Ömurlegt viðfangsefni sem unnið er úr á ömurlegan hátt. Niðurstaða: Stórkostlega leiðinleg mynd.
4. Garfield.
Af hverju að gera barnamynd um teiknimyndasögu sem ætluð er fullorðnum? Það er eins og að gera erótískan spennutrylli um Teletubbies. Öll myndin er byggð á því að maður eigi að hugsa "ohh... grallarinn þinn, Garfield!". Ömurlegt.
3. The producers.
Hvar skal byrja? Ófyndin, leiðinleg, endurgerð, ömurlegir leikarar, ennþá leiðinlegri, söngvamynd og of löng. Mér bauð við þessum viðbjóði.
2. Death to Smoochy.
Edward Norton og Robin Williams saman í mynd. Hvað getur farið úrskeiðis? Allt, að því er virðist. Ekki nóg með að hún sé leiðinleg og óspennandi heldur frétti ég síðar að þetta eigi að vera gamanmynd. oj.
1. Solaris.
Stelpur hafa ekki gaman af vísindaskáldsögum og strákar ekki af ástarsögum. Af hverju er þessi mynd þá til? Hún fjallar um mann sem er geimfari einhversstaðar lengst í rassgati og er að kljást við ástartilfinningar gagnvart konu sinni. Sjúklega glötuð mynd.
* Með amk einum frægum leikara.
* Einhver (talsverður) peningur settur í framleiðsluna.
Hér er svo listinn. Myndin er númer 1 er leiðinlegasta myndin:
5. Intolerable Cruelty.
Fjallar um skilnaðarlögfræðing sem verður hrifinn af mellu sem giftist til fjár. Ömurlegt viðfangsefni sem unnið er úr á ömurlegan hátt. Niðurstaða: Stórkostlega leiðinleg mynd.
4. Garfield.
Af hverju að gera barnamynd um teiknimyndasögu sem ætluð er fullorðnum? Það er eins og að gera erótískan spennutrylli um Teletubbies. Öll myndin er byggð á því að maður eigi að hugsa "ohh... grallarinn þinn, Garfield!". Ömurlegt.
3. The producers.
Hvar skal byrja? Ófyndin, leiðinleg, endurgerð, ömurlegir leikarar, ennþá leiðinlegri, söngvamynd og of löng. Mér bauð við þessum viðbjóði.
2. Death to Smoochy.
Edward Norton og Robin Williams saman í mynd. Hvað getur farið úrskeiðis? Allt, að því er virðist. Ekki nóg með að hún sé leiðinleg og óspennandi heldur frétti ég síðar að þetta eigi að vera gamanmynd. oj.
1. Solaris.
Stelpur hafa ekki gaman af vísindaskáldsögum og strákar ekki af ástarsögum. Af hverju er þessi mynd þá til? Hún fjallar um mann sem er geimfari einhversstaðar lengst í rassgati og er að kljást við ástartilfinningar gagnvart konu sinni. Sjúklega glötuð mynd.
laugardagur, 22. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýr fréttamiðill hefur verið opnaður. Hann sérhæfir sig í austfirsku efni ýmiskonar og er hörkuskemmtilegur. Kíkið hér.
fimmtudagur, 20. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér hefur farið aftur í að skrifa bloggfærslur. Fyrir nokkrum dögum keyrði ég frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og enn hef ég ekki skilað tölfræðilegum niðurstöðum. Þær koma hér að neðan, alltof seint:
* Björgvinar með í för: 1
* Peugeot Présence 206 keyrt: 1
* Fjöldi af mér sem keyrði alla leið: 1
* Farnar lengstar mögulegar suðurleiðir í þessari ferð: 1
* Farnar norðurleiðir í þessari ferð: 0
* Eknir kílómetrar: 743
* Notaðir bensínlítrar: 55
* Eyðsla í lítrum á 100 km: 7,4
* Mílur á hvert gallon: 31,78
* Vegalengd í km á einn tank (50 lítrar): 675
* Fjöldi stoppa á leiðinni: 4
* Meðallengd stoppa í mínútum: 9,69
* Staðalfrávik stoppa í mínútum: 7,64
* Lengd ferðar í klukkustundum: 7,83
* Lengd ferðar í klukkustundum mínus stopp: 7,18
* Meðalhraði í km/klst með stoppum: 94,89
* Meðalhraði í km/klst án stoppa: 103,48
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst: 8,255
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst með stoppum: 8,9
* Smádýr sem keyrt var yfir viljandi: 0
* Smádýr sem keyrt var yfir óviljandi: 0
* Fjöldi sandstorma: 2
* Geisladiskar spilaðir á leiðinni: 9
* Lög sem sungið var með: 7
Þar hafið þið ferðasöguna í tölum. Njótið.
* Björgvinar með í för: 1
* Peugeot Présence 206 keyrt: 1
* Fjöldi af mér sem keyrði alla leið: 1
* Farnar lengstar mögulegar suðurleiðir í þessari ferð: 1
* Farnar norðurleiðir í þessari ferð: 0
* Eknir kílómetrar: 743
* Notaðir bensínlítrar: 55
* Eyðsla í lítrum á 100 km: 7,4
* Mílur á hvert gallon: 31,78
* Vegalengd í km á einn tank (50 lítrar): 675
* Fjöldi stoppa á leiðinni: 4
* Meðallengd stoppa í mínútum: 9,69
* Staðalfrávik stoppa í mínútum: 7,64
* Lengd ferðar í klukkustundum: 7,83
* Lengd ferðar í klukkustundum mínus stopp: 7,18
* Meðalhraði í km/klst með stoppum: 94,89
* Meðalhraði í km/klst án stoppa: 103,48
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst: 8,255
* Tími ferðar á löglegum meðalhraða í klst með stoppum: 8,9
* Smádýr sem keyrt var yfir viljandi: 0
* Smádýr sem keyrt var yfir óviljandi: 0
* Fjöldi sandstorma: 2
* Geisladiskar spilaðir á leiðinni: 9
* Lög sem sungið var með: 7
Þar hafið þið ferðasöguna í tölum. Njótið.
miðvikudagur, 19. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er dagskráin í lífi mínu utan skólans, félagslífsins, fjölskyldu og alls annars en internetsins. Öðrum orðum; svona er internetlíf mitt:
Sunnudagar: Undirbý Arthúrshugmyndir fyrir vikuna með Jónasi. 1-3 Arthúrsstrípur teiknaðar af Jónasi.
Mánudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Þriðjudagar: Enskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr undirbúinn fyrir morgundaginn.
Miðvikudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Arthúrsstrípa send til Sirkus.
Fimmtudagar: Ég fæ mér að borða.
Föstudagar: Íslenskur Arthúr úr síðasta Sirkusblaði birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Laugardagar: Enskur Arthúr birtist. Ég hugsa um að skrifa bloggfærslu en hætti svo við.
Þegar ég set þetta svona upp lítur út fyrir að ég sé uppteknasti maður í heimi. Alls tekur þetta um 20 mínútur samtals. Það eru ca 10 mínútum of mikið.
Sunnudagar: Undirbý Arthúrshugmyndir fyrir vikuna með Jónasi. 1-3 Arthúrsstrípur teiknaðar af Jónasi.
Mánudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Þriðjudagar: Enskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr undirbúinn fyrir morgundaginn.
Miðvikudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Arthúrsstrípa send til Sirkus.
Fimmtudagar: Ég fæ mér að borða.
Föstudagar: Íslenskur Arthúr úr síðasta Sirkusblaði birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Laugardagar: Enskur Arthúr birtist. Ég hugsa um að skrifa bloggfærslu en hætti svo við.
Þegar ég set þetta svona upp lítur út fyrir að ég sé uppteknasti maður í heimi. Alls tekur þetta um 20 mínútur samtals. Það eru ca 10 mínútum of mikið.
mánudagur, 17. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var rétt í þessu að semja mitt annað ljóð. Fyrsta ljóðið var samið fyrir nokkrum mánuðum og má sjá hér. Í þetta sinn er þetta ekki hæka heldur eitthvað mun flóknara:
Listrænt
Til að
láta
ljóðið
líta út
fyrir
að vera
lengra
skrifa ég
það
svona
listrænt
og flott
Listrænt
Til að
láta
ljóðið
líta út
fyrir
að vera
lengra
skrifa ég
það
svona
listrænt
og flott
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég held það þýði ekki að neita því lengur. Ég hef keypt mér nýjan bíl. Reyndar gerðust kaupin fyrir ca mánuði síðan en sökum leti hef ég ekki skrifað um þetta fyrr (þarf að setja inn mynd og allt). Bíllinn ber upphaflega nafnið Peugeot Présence 206, er árgerð 2000 og keyrður 56.000 km. Hann kostaði mig ekki svo mikið, núvirt.
Til að auka persónueinkenni bílsins hef ég ákveðið að skýra hann Lalli Ljón og rista nafnið í húddið á bílnum með bíllyklunum mínum. Það ætti að auka virði hans þar sem það vilja allir vera sérstakir og þetta gerir hann einmitt sérstakan bíl með mikinn karakter.
föstudagur, 14. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er ca það sem ég hef verið að hugsa í dag.
* Ég fór út að ganga í dag með Soffíu og Möggu systir hennar. Hver einasti bíll sem keyrði framhjá starði á okkur þrjú. Hvernig er það, get ég ekki lengur farið út að ganga án þess að fólk hálf slasi sig yfir tignarlegu fasi mínu og frumlegu göngulagi?
* Snjallt hjá yfirvöldum Egilsstaða að hafa ekki gert við malbikaða veginn í mörg ár til að fá fólk til að ganga meira og þarmeð spara bensínið. Vegurinn á Egilsstöðum er sá versti sem ég hef um ævina séð og þakka ég þeim fyrir að spara mér bensínið. Verst að bíllinn verður sennilega fyrir hnjaski ef ég slysast til að keyra hann innanbæjar.
* Það er mjög gott að koma hingað og slappa af í tvo daga í faðmi kærustu, fjölskyldu hennar og fjölskyldu minnar. Ég hlakka til að koma aftur í sumar.
* Ég fór út að ganga í dag með Soffíu og Möggu systir hennar. Hver einasti bíll sem keyrði framhjá starði á okkur þrjú. Hvernig er það, get ég ekki lengur farið út að ganga án þess að fólk hálf slasi sig yfir tignarlegu fasi mínu og frumlegu göngulagi?
* Snjallt hjá yfirvöldum Egilsstaða að hafa ekki gert við malbikaða veginn í mörg ár til að fá fólk til að ganga meira og þarmeð spara bensínið. Vegurinn á Egilsstöðum er sá versti sem ég hef um ævina séð og þakka ég þeim fyrir að spara mér bensínið. Verst að bíllinn verður sennilega fyrir hnjaski ef ég slysast til að keyra hann innanbæjar.
* Það er mjög gott að koma hingað og slappa af í tvo daga í faðmi kærustu, fjölskyldu hennar og fjölskyldu minnar. Ég hlakka til að koma aftur í sumar.
fimmtudagur, 13. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi færsla er skrifuð á Egilsstöðum. Ótrúleg þessi tækni sem allir eru að tala um.
Hingað kom ég í gær, akandi með Soffíu. Á laugardaginn verð ég svo að keyra til Reykjavíkur aftur þar sem ég tek próf í sölustjórnun þann 19. þessa mánaðar. Grátlegt en engu að síður kaldur sannleikurinn.
Nú á ég tvö próf og eina BS ritgerð eftir af þessu námi. Eftir það mun ég ganga með pípuhatt hvert sem ég fer og þykist ekki heyra nema ég sé nefndur "Hæstvirtur viðskiptafræðingur herra Finnur hinn mikli".
Afsakið annars fáar færslur undanfarið. Ég hef bara ekki haft tíma eða áhuga á því að skrifa síðustu daga og vikur, jafnvel mánuði, ef ekki ár eða tugi ára.
Hingað kom ég í gær, akandi með Soffíu. Á laugardaginn verð ég svo að keyra til Reykjavíkur aftur þar sem ég tek próf í sölustjórnun þann 19. þessa mánaðar. Grátlegt en engu að síður kaldur sannleikurinn.
Nú á ég tvö próf og eina BS ritgerð eftir af þessu námi. Eftir það mun ég ganga með pípuhatt hvert sem ég fer og þykist ekki heyra nema ég sé nefndur "Hæstvirtur viðskiptafræðingur herra Finnur hinn mikli".
Afsakið annars fáar færslur undanfarið. Ég hef bara ekki haft tíma eða áhuga á því að skrifa síðustu daga og vikur, jafnvel mánuði, ef ekki ár eða tugi ára.
mánudagur, 10. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi færsla er skráð í miðjum fagnaðarlátum ritstjóra Arthúrs þar sem bæði er um að ræða 100 Arthúrsstrípur á íslensku og 18 strípur á ensku en sú átjánda birtist klukkan 6 í fyrramálið hér. Hundraðasti íslenski Arthúrinn er hinsvegar hér.
Einnig er ég persónulega að fagna 25 mínútuna nammileysi. Kannski held ég upp á annað 25 mínútuna nammileysi fyrir miðnætti. Hver veit.
Einnig er ég persónulega að fagna 25 mínútuna nammileysi. Kannski held ég upp á annað 25 mínútuna nammileysi fyrir miðnætti. Hver veit.
fimmtudagur, 6. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi var mér nauðgað í hauskúpuna og það af bíómynd. Ég fór nefnilega í bíó á myndina The Producers. Ef þið viljið sprauta í ykkur heróíni þá ætla ég ekki að skipta mér af því. Ef þið ætlið jafnvel að kveikja í ykkur í einhverju mótmælaskyni, þá stoppa ég ykkur ekki. En ef þið ætlið að fara á þessa mynd, The Producers; ekki fara. Ég bið ykkur. Versta gamanmynd sem gerð hefur verið.
Vel á minnst; í gærkvöldi gerðist það í fyrsta skipti að ég gekk út af mynd. Ég er venjulega nógu þolinmóður til að klára 90 mínútur en í þetta skipti entist ég ekki í nema 60. Verulega ömurleg mynd.
Hún fær hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló, brosti eða gapti ekki af undrun yfir leiðindunum.
Núll stjörnu af fjórum. Oj.
Vel á minnst; í gærkvöldi gerðist það í fyrsta skipti að ég gekk út af mynd. Ég er venjulega nógu þolinmóður til að klára 90 mínútur en í þetta skipti entist ég ekki í nema 60. Verulega ömurleg mynd.
Hún fær hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló, brosti eða gapti ekki af undrun yfir leiðindunum.
Núll stjörnu af fjórum. Oj.
miðvikudagur, 5. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fór ég í mitt fyrsta lokapróf af öllum mínum lokaprófum hér við HR. Prófað var úr samningatækni. Þar sem þessu prófi er lokið líta síðustu dagar skólaveru minnar einhvernveginn svona út:
9. apríl: Skil á verkefni í verkefnastjórnun.
12. apríl: Skil á verkefni í sölustjórnun.
13. apríl: Keyra austur í páskafrí.
15. apríl: Keyra suður úr páskafríi til að læra fyrir próf.
19. apríl: Lokapróf í sölustjórnun.
22. apríl: Lokapróf í verkefnastjórnun.
23. apríl - 8. maí: Skrifuð BS ritgerð um áhrif launa á stjórnmálaskoðanir fólks með tilliti til félagslegra aðstæðna.
9. maí-14. maí ca: Syrgja skólann.
14. maí-30. maí ca: Ferðast um Evrópu.
Fljótlega eftir það fer ég að vinna á skattstofu austurlands.
Annars gekk vel á prófinu.
9. apríl: Skil á verkefni í verkefnastjórnun.
12. apríl: Skil á verkefni í sölustjórnun.
13. apríl: Keyra austur í páskafrí.
15. apríl: Keyra suður úr páskafríi til að læra fyrir próf.
19. apríl: Lokapróf í sölustjórnun.
22. apríl: Lokapróf í verkefnastjórnun.
23. apríl - 8. maí: Skrifuð BS ritgerð um áhrif launa á stjórnmálaskoðanir fólks með tilliti til félagslegra aðstæðna.
9. maí-14. maí ca: Syrgja skólann.
14. maí-30. maí ca: Ferðast um Evrópu.
Fljótlega eftir það fer ég að vinna á skattstofu austurlands.
Annars gekk vel á prófinu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Helgi bróðir var að opna nýtt blogg. Mæli með því að fólk kíki á það hér.
Ég neita öllum ásökunum um lítinn metnað í bloggfærslum.
Ég neita öllum ásökunum um lítinn metnað í bloggfærslum.
þriðjudagur, 4. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Björgvin bróðir var að opna nýtt blogg. Mæli með því að fólk kíki á það hér.
mánudagur, 3. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þar sem ég er gríðarlega tímabundinn maður og einn sá versti skipuleggjari í öllum heiminum hef ég ákveðið að byrja að spara tíma, rétt eins og ég spara peningana núna. Ég byrja á samtölum á MSN forritinu. Hér er raunverulegt samtal sem átti sér stað við Daníel, skólafélaga minn:
Finnur says:
Kringlan?
Daníel says:
Kringlan
Finnur says:
möddari?
Daníel says:
möddari
Finnur says:
ég bíð?
Daníel says:
bíddu
Daníel says:
ég kem
Finnur says:
komdu
Þarna sparaði ég mér um 25 mínútur sem annars færu í krúsídúllur og málalengingar.
Finnur says:
Kringlan?
Daníel says:
Kringlan
Finnur says:
möddari?
Daníel says:
möddari
Finnur says:
ég bíð?
Daníel says:
bíddu
Daníel says:
ég kem
Finnur says:
komdu
Þarna sparaði ég mér um 25 mínútur sem annars færu í krúsídúllur og málalengingar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er staðan hjá mér í dag:
Ég hef aldrei verið..
... jafn nálægt því að útskrifast úr háskóla.
... jafn nálægt dauðadagsetningu minni.
... jafn fátækur peningalega.
... jafn fátækur hvað tíma varðar.
... jafn ríkur andlega og menntunarlega.
... jafn ríkur félagslega.
... haldinn jafn mikilli ritstíflu.
... jafn kvalinn af athyglisbresti.
... kúl.
... og verð aldrei athyglisverður.
Ég hef aldrei verið..
... jafn nálægt því að útskrifast úr háskóla.
... jafn nálægt dauðadagsetningu minni.
... jafn fátækur peningalega.
... jafn fátækur hvað tíma varðar.
... jafn ríkur andlega og menntunarlega.
... jafn ríkur félagslega.
... haldinn jafn mikilli ritstíflu.
... jafn kvalinn af athyglisbresti.
... kúl.
... og verð aldrei athyglisverður.
laugardagur, 1. apríl 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eitt besta aprílgabb allra tíma er í fréttablaðinu í dag en þar segir orðrétt: "Kostar lítri af 95 oktana bensíni á þjónunustustöð 124,4 krónur.."
Ekkert fyrirtæki fer svona óvarlega í hækkanir nema að vita að öll önnur fyrirtæki á sama sviði hækki líka. Hækkunin er ca 8-10 krónur á lítrann.
Ég veit samt ekki alveg hvernig olíurisarnir ætla að láta fólk hlaupa þennan apríl. Ég er amk ekki ólmur í að greiða 6% af mínum mánaðartekjum í fullan bensíntank.
Ekkert fyrirtæki fer svona óvarlega í hækkanir nema að vita að öll önnur fyrirtæki á sama sviði hækki líka. Hækkunin er ca 8-10 krónur á lítrann.
Ég veit samt ekki alveg hvernig olíurisarnir ætla að láta fólk hlaupa þennan apríl. Ég er amk ekki ólmur í að greiða 6% af mínum mánaðartekjum í fullan bensíntank.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)