Ég held það þýði ekki að neita því lengur. Ég hef keypt mér nýjan bíl. Reyndar gerðust kaupin fyrir ca mánuði síðan en sökum leti hef ég ekki skrifað um þetta fyrr (þarf að setja inn mynd og allt). Bíllinn ber upphaflega nafnið Peugeot Présence 206, er árgerð 2000 og keyrður 56.000 km. Hann kostaði mig ekki svo mikið, núvirt.
Til að auka persónueinkenni bílsins hef ég ákveðið að skýra hann Lalli Ljón og rista nafnið í húddið á bílnum með bíllyklunum mínum. Það ætti að auka virði hans þar sem það vilja allir vera sérstakir og þetta gerir hann einmitt sérstakan bíl með mikinn karakter.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.