miðvikudagur, 5. apríl 2006

Í dag fór ég í mitt fyrsta lokapróf af öllum mínum lokaprófum hér við HR. Prófað var úr samningatækni. Þar sem þessu prófi er lokið líta síðustu dagar skólaveru minnar einhvernveginn svona út:

9. apríl: Skil á verkefni í verkefnastjórnun.
12. apríl: Skil á verkefni í sölustjórnun.
13. apríl: Keyra austur í páskafrí.
15. apríl: Keyra suður úr páskafríi til að læra fyrir próf.
19. apríl: Lokapróf í sölustjórnun.
22. apríl: Lokapróf í verkefnastjórnun.
23. apríl - 8. maí: Skrifuð BS ritgerð um áhrif launa á stjórnmálaskoðanir fólks með tilliti til félagslegra aðstæðna.
9. maí-14. maí ca: Syrgja skólann.
14. maí-30. maí ca: Ferðast um Evrópu.

Fljótlega eftir það fer ég að vinna á skattstofu austurlands.

Annars gekk vel á prófinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.