Þessi færsla er skrifuð á Egilsstöðum. Ótrúleg þessi tækni sem allir eru að tala um.
Hingað kom ég í gær, akandi með Soffíu. Á laugardaginn verð ég svo að keyra til Reykjavíkur aftur þar sem ég tek próf í sölustjórnun þann 19. þessa mánaðar. Grátlegt en engu að síður kaldur sannleikurinn.
Nú á ég tvö próf og eina BS ritgerð eftir af þessu námi. Eftir það mun ég ganga með pípuhatt hvert sem ég fer og þykist ekki heyra nema ég sé nefndur "Hæstvirtur viðskiptafræðingur herra Finnur hinn mikli".
Afsakið annars fáar færslur undanfarið. Ég hef bara ekki haft tíma eða áhuga á því að skrifa síðustu daga og vikur, jafnvel mánuði, ef ekki ár eða tugi ára.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.