mánudagur, 3. apríl 2006

Þar sem ég er gríðarlega tímabundinn maður og einn sá versti skipuleggjari í öllum heiminum hef ég ákveðið að byrja að spara tíma, rétt eins og ég spara peningana núna. Ég byrja á samtölum á MSN forritinu. Hér er raunverulegt samtal sem átti sér stað við Daníel, skólafélaga minn:

Finnur says:
Kringlan?
Daníel says:
Kringlan
Finnur says:
möddari?
Daníel says:
möddari
Finnur says:
ég bíð?
Daníel says:
bíddu
Daníel says:
ég kem
Finnur says:
komdu

Þarna sparaði ég mér um 25 mínútur sem annars færu í krúsídúllur og málalengingar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.