Hér er dagskráin í lífi mínu utan skólans, félagslífsins, fjölskyldu og alls annars en internetsins. Öðrum orðum; svona er internetlíf mitt:
Sunnudagar: Undirbý Arthúrshugmyndir fyrir vikuna með Jónasi. 1-3 Arthúrsstrípur teiknaðar af Jónasi.
Mánudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Þriðjudagar: Enskur Arthúr birtist. Íslenskur Arthúr undirbúinn fyrir morgundaginn.
Miðvikudagar: Íslenskur Arthúr birtist. Arthúrsstrípa send til Sirkus.
Fimmtudagar: Ég fæ mér að borða.
Föstudagar: Íslenskur Arthúr úr síðasta Sirkusblaði birtist. Íslenskur Arthúr þýddur yfir á ensku.
Laugardagar: Enskur Arthúr birtist. Ég hugsa um að skrifa bloggfærslu en hætti svo við.
Þegar ég set þetta svona upp lítur út fyrir að ég sé uppteknasti maður í heimi. Alls tekur þetta um 20 mínútur samtals. Það eru ca 10 mínútum of mikið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.