Í gærkvöldi var mér nauðgað í hauskúpuna og það af bíómynd. Ég fór nefnilega í bíó á myndina The Producers. Ef þið viljið sprauta í ykkur heróíni þá ætla ég ekki að skipta mér af því. Ef þið ætlið jafnvel að kveikja í ykkur í einhverju mótmælaskyni, þá stoppa ég ykkur ekki. En ef þið ætlið að fara á þessa mynd, The Producers; ekki fara. Ég bið ykkur. Versta gamanmynd sem gerð hefur verið.
Vel á minnst; í gærkvöldi gerðist það í fyrsta skipti að ég gekk út af mynd. Ég er venjulega nógu þolinmóður til að klára 90 mínútur en í þetta skipti entist ég ekki í nema 60. Verulega ömurleg mynd.
Hún fær hálfa stjörnu fyrir hvert skipti sem ég hló, brosti eða gapti ekki af undrun yfir leiðindunum.
Núll stjörnu af fjórum. Oj.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.