Ég hef sett saman lista yfir leiðinlegustu myndir sem ég hef séð um ævina. Skilyrðin fyrir því að myndin geti komist á listann eru eftirfarandi:
* Með amk einum frægum leikara.
* Einhver (talsverður) peningur settur í framleiðsluna.
Hér er svo listinn. Myndin er númer 1 er leiðinlegasta myndin:
5. Intolerable Cruelty.
Fjallar um skilnaðarlögfræðing sem verður hrifinn af mellu sem giftist til fjár. Ömurlegt viðfangsefni sem unnið er úr á ömurlegan hátt. Niðurstaða: Stórkostlega leiðinleg mynd.
4. Garfield.
Af hverju að gera barnamynd um teiknimyndasögu sem ætluð er fullorðnum? Það er eins og að gera erótískan spennutrylli um Teletubbies. Öll myndin er byggð á því að maður eigi að hugsa "ohh... grallarinn þinn, Garfield!". Ömurlegt.
3. The producers.
Hvar skal byrja? Ófyndin, leiðinleg, endurgerð, ömurlegir leikarar, ennþá leiðinlegri, söngvamynd og of löng. Mér bauð við þessum viðbjóði.
2. Death to Smoochy.
Edward Norton og Robin Williams saman í mynd. Hvað getur farið úrskeiðis? Allt, að því er virðist. Ekki nóg með að hún sé leiðinleg og óspennandi heldur frétti ég síðar að þetta eigi að vera gamanmynd. oj.
1. Solaris.
Stelpur hafa ekki gaman af vísindaskáldsögum og strákar ekki af ástarsögum. Af hverju er þessi mynd þá til? Hún fjallar um mann sem er geimfari einhversstaðar lengst í rassgati og er að kljást við ástartilfinningar gagnvart konu sinni. Sjúklega glötuð mynd.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.