miðvikudagur, 28. febrúar 2007
* Eignast barn sem fyrst, um leið og ég fatta hvernig það er gert. Eilífur Bambi Finnsson er fallegt nafn á barn.
* Ég ætla að gabba pabba til að breyta nafninu sínu í Dreki. Finnur Torfi Drekason er sturlað nafn! Ef fólk myndi spyrja mig; "hverra manna ert þú?" myndi ég svara, helst spúandi eldi með hjálp olíu og kindli, "Pabbi minn er Dreki Finnsson!".
Spennandi tímar framundan.
Guðjón Rúnarsson á sér tvífara. Sá heitir Jack Weber og leikur í einhverjum þáttum á Stöð 2 þessa dagana.

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Jack Weber, leikari.
Kæmi mér reyndar ekkert á óvart ef um sama mann væri að ræða. Jack þénar örugglega betur í fjármálageiranum á Íslandi en leiklistinni í Hollywood. Hann þarf bara að greiða hárið í hina áttina og enginn virðist þekkja hann sem Jack Weber á Íslandi.
þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Ég hef verið fullkomlega andlaus undandarið. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar gerist ekkert í mínu lífi og hinsvegar hef ég ekki sofið út síðustu 15 daga, sem veldur þreytu. Þegar ég hugsa út í það þá hefur sennilega ekkert fyndið gerst í lífi mínu vegna þessarar þreytu. Í gegnum tíðina hef ég uppgötvað að með aukinni þreytu fæ ég fleiri hugmyndir að bloggum og öðru. Ef þreytan fer yfir ákveðið stig hrynur hinsvegar hugmyndaflæðið.
Allavega, til að vita hversu þreyttur ég er skoða ég graf sem ég hef unnið en það sýnir fylgni þreytu og hugmyndaleysis. Ég hef fengið 0 hugmyndir að bloggum í dag. Samkvæmt grafinu...

...er ég 10 þreyttur. Ég sakna þess að hafa bara verið 6 þreyttur en þá er hugmyndaflæði mitt í hámarki. Í þreytustigi númer 10 er ég orðinn lífshættulega þreyttur, þannig að ég ætti að passa mig.
Smellið á myndina fyrir stærra einstak.
mánudagur, 26. febrúar 2007
laugardagur, 24. febrúar 2007
Spurt er: ef A skuldar B X og B skuldar A X, þar sem X táknar "knús", hvernig er hægt að gera upp skuldirnar?
Svar: Þar sem ég er lærður viðskiptafræðingur og flagga því við hvert tækifæri (t.d. við kaup á mjólk) þá finnst mér gaman að skipta öllu út fyrir peninga, sérstaklega í ljósi þess að mitt svarta, dauða hjarta skilur ekki hugtakið knús. Skiptum því X út fyrir kr. 100.000.000 (100 milljónir). Þá hljómar dæmi svona:
Ef A skuldar B kr. 100.000.000 og B skuldar A kr. 100.000.000, hvernig er hægt að gera upp skuldirnar?
Svarið við þessu er mjög einfalt. Óþarfi er að gera upp skuldirnar því þær núllast út ef um enga eða jafnháa vexti er að ræða á skuldunum. Ef misháir vextir þá er nóg að greiða aðeins nettó mismun.
Svarið við gátunni er því: Óþarfi er að stunda þetta umrædda "knús". "Knús"skuldin núllast sjálfkrafa. Þið sleppið bæði. Heppinn.
Alls komust 16 manns í úrslit. 12,5% keppenda er því upphaflega frá Fellabæ við Egilsstaði. Mjög sérkennilegt þar sem aðeins um 0,2% landsmanna eru frá Fellabæ. Ég hendi, í framhaldinu, fram kenningu: „Ég er að meðaltali meira fyrir að henda fram kenningum en aðrir Íslendingar.“
Nú þarf ég bara stærra úrtak til að sanna þessa kenningu.
Allavega, meira um uppistandið hér.
föstudagur, 23. febrúar 2007
Ástæðan fyrir bjórdrykkjunni var að það gerist ekkert markvert til að blogga um.
fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Ég nennti ekki að versla neitt að borða.
Ég nennti ekki að útbúa mat.
Ég nennti ekki að leggja á borð.
Ég nennti ekki að útbúa meðlæti.
Ég nennti ekki einu sinni að skera mér mangóávöxt af því steinninn í miðjunni er erfiður.
Ég borðaði melónu í kvöldmat. Ég hafði þó fyrir að skera hana. Soffía er semsagt á Egilsstöðum í starfsnámi við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Ég náði, í fyrsta sinn, ekki yfir 100 stig í neinni umferð. Ég verð að sætta mig við að ég verð aldrei draftaður af atvinnukeilaraliðum í Bandarísku keiludeildinni (NBA: National Bowling association).
Að öllu gamni slepptu; ég hefði ekki staðið mig verr þó ég hefði verið myrtur í upphafi leiks.
Allavega, til hamingju Stulli, fyrir að hafa næstum bætt heimsmetið með yfir 180 stigum í einni umferð og Bergvin, fyrir að hafa náð þínum besta árangri hingað til með 163 stig. Ég hata ykkur.
miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Allt um Finn.
Hvað ertu að gera núna?
Reyna að vinna fyrir ykkur uppáþrengjandi fjölmiðlum!
Hvaða flík langar þig mest í?
Sokka. Mig langar alltaf í sokka!
Aukhluti?
Skrítin spurning. Mig langar í fleiri peningaseðla.
Hvernig lætur þú gott af þér leiða?
Með því að greiða skatta og vera vingjarnlegur.
Uppáhaldsverslanir?
Dressman og tækniverslanir.
Netverslanir?
ebay.com og tshirthell.com.
Ertu með Ör?
Það eru allir með ör! Uppáhaldsörið mitt er á enninu á mér síðan ég flaug á hausinn 2ja ára.
Fegurðarráð?
Ég er ekki réttur maður í þessa spurningu en ég skal reyna.
Andleg fegurð: Tillitssemi.
Líkamleg fegurð: Brosa og raka á sér bringuna.
Uppáhaldsveitingastaður?
Sbarro.
Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna?
James Morrison, The Chemical Brothers, Prodigy, Röyksopp og flr.
Uppáhaldsstaður í Reykjavík?
Í bíó, veggsport eða heima.
Hvaða bókum mælir þú með?
Tricks of the mind eftir Derren Brown. Hún er ca 1/4 allra bóka sem ég man eftir að hafa lesið.
Uppáhaldshlutur?
Þessa stundina; Buxurnar. Annars væri ég á nærbuxunum í vinnunni.
Fyrir hvað hrósar fólk þér oftast?
Fyrir hárgreiðsluna (eitt hrós samtals, sennilega í hæðni).
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Allavega, ég keypti körfubolta í gjöf til hans í tilefni dagsins. Þetta var ekki auðvelt:
Náði allavega að gabba hann. Hann hélt að þetta væri bók.
Ég þarf því að deyja til að getað lifað lífinu. Frábært.