Ég hef verið fullkomlega andlaus undandarið. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar gerist ekkert í mínu lífi og hinsvegar hef ég ekki sofið út síðustu 15 daga, sem veldur þreytu. Þegar ég hugsa út í það þá hefur sennilega ekkert fyndið gerst í lífi mínu vegna þessarar þreytu. Í gegnum tíðina hef ég uppgötvað að með aukinni þreytu fæ ég fleiri hugmyndir að bloggum og öðru. Ef þreytan fer yfir ákveðið stig hrynur hinsvegar hugmyndaflæðið.
Allavega, til að vita hversu þreyttur ég er skoða ég graf sem ég hef unnið en það sýnir fylgni þreytu og hugmyndaleysis. Ég hef fengið 0 hugmyndir að bloggum í dag. Samkvæmt grafinu...
...er ég 10 þreyttur. Ég sakna þess að hafa bara verið 6 þreyttur en þá er hugmyndaflæði mitt í hámarki. Í þreytustigi númer 10 er ég orðinn lífshættulega þreyttur, þannig að ég ætti að passa mig.
Smellið á myndina fyrir stærra einstak.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.