fimmtudagur, 22. febrúar 2007

Í gær var farið í keilu í tilefni afmæli Björgvins bróður. Þátttakendur voru ég, Björgvin, Svetlana kærasta hans, Bergvin, Raphaël og Stulli. Þrjár umferðir voru spilaðar.

Ég náði, í fyrsta sinn, ekki yfir 100 stig í neinni umferð. Ég verð að sætta mig við að ég verð aldrei draftaður af atvinnukeilaraliðum í Bandarísku keiludeildinni (NBA: National Bowling association).

Að öllu gamni slepptu; ég hefði ekki staðið mig verr þó ég hefði verið myrtur í upphafi leiks.

Allavega, til hamingju Stulli, fyrir að hafa næstum bætt heimsmetið með yfir 180 stigum í einni umferð og Bergvin, fyrir að hafa náð þínum besta árangri hingað til með 163 stig. Ég hata ykkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.