laugardagur, 24. febrúar 2007

Hjálmar sendi inn fyrirspurn. Fyrirspurnina í heild sinni má sjá hér. Svarið er hér að neðan:

Spurt er: ef A skuldar B X og B skuldar A X, þar sem X táknar "knús", hvernig er hægt að gera upp skuldirnar?

Svar: Þar sem ég er lærður viðskiptafræðingur og flagga því við hvert tækifæri (t.d. við kaup á mjólk) þá finnst mér gaman að skipta öllu út fyrir peninga, sérstaklega í ljósi þess að mitt svarta, dauða hjarta skilur ekki hugtakið knús. Skiptum því X út fyrir kr. 100.000.000 (100 milljónir). Þá hljómar dæmi svona:

Ef A skuldar B kr. 100.000.000 og B skuldar A kr. 100.000.000, hvernig er hægt að gera upp skuldirnar?

Svarið við þessu er mjög einfalt. Óþarfi er að gera upp skuldirnar því þær núllast út ef um enga eða jafnháa vexti er að ræða á skuldunum. Ef misháir vextir þá er nóg að greiða aðeins nettó mismun.

Svarið við gátunni er því: Óþarfi er að stunda þetta umrædda "knús". "Knús"skuldin núllast sjálfkrafa. Þið sleppið bæði. Heppinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.