Samkvæmt frétt frá Blaðinu eru nöfnin Bambi og Dreki loksins orðið lögleg karlmannsnöfn. Þetta veldur því að ég ætla að gera eftirfarandi fljótlega:
* Eignast barn sem fyrst, um leið og ég fatta hvernig það er gert. Eilífur Bambi Finnsson er fallegt nafn á barn.
* Ég ætla að gabba pabba til að breyta nafninu sínu í Dreki. Finnur Torfi Drekason er sturlað nafn! Ef fólk myndi spyrja mig; "hverra manna ert þú?" myndi ég svara, helst spúandi eldi með hjálp olíu og kindli, "Pabbi minn er Dreki Finnsson!".
Spennandi tímar framundan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.