miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Ég hef löngum verið sniðgenginn af Fréttablaðinu í gerð á spurningalistum ýmiskonar. Nú hefur Blaðið tekið upp á þessu líka, birtandi viðtöl við alla aðra en mig. Ég berst á móti og fylli inn í þessa spurningalista jafnóðum á netinu. Hér er einn:

Allt um Finn.

Hvað ertu að gera núna?
Reyna að vinna fyrir ykkur uppáþrengjandi fjölmiðlum!

Hvaða flík langar þig mest í?
Sokka. Mig langar alltaf í sokka!

Aukhluti?
Skrítin spurning. Mig langar í fleiri peningaseðla.

Hvernig lætur þú gott af þér leiða?
Með því að greiða skatta og vera vingjarnlegur.

Uppáhaldsverslanir?
Dressman og tækniverslanir.

Netverslanir?
ebay.com og tshirthell.com.

Ertu með Ör?
Það eru allir með ör! Uppáhaldsörið mitt er á enninu á mér síðan ég flaug á hausinn 2ja ára.

Fegurðarráð?
Ég er ekki réttur maður í þessa spurningu en ég skal reyna.
Andleg fegurð: Tillitssemi.
Líkamleg fegurð: Brosa og raka á sér bringuna.

Uppáhaldsveitingastaður?
Sbarro.

Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna?
James Morrison, The Chemical Brothers, Prodigy, Röyksopp og flr.

Uppáhaldsstaður í Reykjavík?
Í bíó, veggsport eða heima.

Hvaða bókum mælir þú með?
Tricks of the mind eftir Derren Brown. Hún er ca 1/4 allra bóka sem ég man eftir að hafa lesið.

Uppáhaldshlutur?
Þessa stundina; Buxurnar. Annars væri ég á nærbuxunum í vinnunni.

Fyrir hvað hrósar fólk þér oftast?
Fyrir hárgreiðsluna (eitt hrós samtals, sennilega í hæðni).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.