Bróðir minn, Björgvin og samstarfsmaður minn, Jónas Reynir, komust nýlega í úrslit keppninnar Fyndnasti Maður Íslands en það er keppni í uppistandi. Ég vil gjarnan nota tækifærið og gerast persónulegur og mjög tilfinningasamur: Til hamingju strákar.
Alls komust 16 manns í úrslit. 12,5% keppenda er því upphaflega frá Fellabæ við Egilsstaði. Mjög sérkennilegt þar sem aðeins um 0,2% landsmanna eru frá Fellabæ. Ég hendi, í framhaldinu, fram kenningu: „Ég er að meðaltali meira fyrir að henda fram kenningum en aðrir Íslendingar.“
Nú þarf ég bara stærra úrtak til að sanna þessa kenningu.
Allavega, meira um uppistandið hér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.