Í gær var ég stöðvaður af lögreglunni í fyrsta sinn um ævina fyrir að vera með bilað afturljós. Lögreglumaðurinn var mjög vingjarnlegur, sagði mér frá afturljósinu og sagði mér svo að keyra varlega sem ég geri alltaf.
Það er þó ekki laust við að það hlakkaði í mér þegar ég sá sírenurnar fyrir aftan mig, hugsandi að núna hefði ég eitthvað til að blogga um í dag og um leið fór ég að hugsa út í þennan lista sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Þrjú atriði af listanum hafa gerst síðan hann var skrifaður:
1. Aldrei verið stoppaður af löggunni -> var stoppaður í gær.
2. Ekki fengið bólu í andlitið lengi -> hef fengið tvær síðustu vikuna.
3. Ekki misstigið mig í ár -> missteig mig lítillega á síðustu körfuboltaæfingu.
Nú verður spennandi að sjá hvað gerist um helgina en ég stefni á ball á laugardagskvöldið. Þar geta amk þrjú atriði gerst og fimm ef ég mæti með sjónvarpið og videotækið.
föstudagur, 13. ágúst 2004
fimmtudagur, 12. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er skyndipróf. Alls 10 spurningar uppúr þessu bloggi. Þeir sem fá lægra en 5 í einkunn fá ekki að klára áfangann og eru vinsamlegast beðnir um að vera úti og skammast sín.
Takið prófið hér.
Sjáið niðurstöðurnar hér.
Takið prófið hér.
Sjáið niðurstöðurnar hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef þreyta væri spendýr þá væri ég mjög fíll í dag. Ég sofnaði næstum því á bakvið stýrið á leið til vinnu í dag og man ekki eftir að hafa skrifað fyrstu setninguna á þessu bloggi. Núna er mig að dreyma að ég sé mættur í vinnuna og sé að blogga í galsafullri pásu. Skrítið.
miðvikudagur, 11. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýtt met var bætt í dag þegar ég gleymdi að taka með mér símann í vinnuna og gleymdi svo að kíkja á hann fyrr en eftir sund. Ég missti af níu símtölum og fékk eitt sms skilaboð á þessum tíma. Fyrra metið átti Pamela Anderson þegar hún auglýsti eftir karlmanni og gleymdi svo gemsanum heima þegar hún fór að vinna. Alls missti hún af sjö símtölum og fékk eitt sms.
Allavega, veftímaritið verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs. Starfsmenn þess hlaupa nú um eins og beljur á vorin í 27 stiga hita á Egilsstöðum. Útibú veftímaritsins í Sviss og Íran eru þó opið ef það er eitthvað mikilvægt að gerast.
Veðrið á hádegi í dag, ekki fölsuð mynd.
Allavega, veftímaritið verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs. Starfsmenn þess hlaupa nú um eins og beljur á vorin í 27 stiga hita á Egilsstöðum. Útibú veftímaritsins í Sviss og Íran eru þó opið ef það er eitthvað mikilvægt að gerast.

Veðrið á hádegi í dag, ekki fölsuð mynd.
þriðjudagur, 10. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fundið starfsstétt sem ég á erfiðara með að tjá mig við en fallegt kvenfólk. Hárgreiðslukonur virðast aldrei nokkurntíman vita um hvað ég er að tala þegar ég bið um hárgreiðslu og því enda ég í nánast öllum tilvikum með allt annað útlit en ég ætlaði mér að fá í klippistólnum. Engar áhyggjur þó, þetta gefur gerst í síðasta sinn því ég hef ákveðið að mæta tilbúinn með teikningar, myndir, útskýringar sérfræðinga og jafnvel stærðfræðiútreikninga næst þegar ég fer í klippingu svo ekkert klikki og hver veit, kannski fer ég ekki að gráta í miðri klippingu eins og svo oft áður.
mánudagur, 9. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Keane er fyrsta hljómsveitin sem ég byrja að halda upp á án þess að hafa heyrt svo mikið sem einn tón frá þeim. Lesið meira um Keane hérna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að bæta upp fyrir lygar gærdagsins og aðeins eina færslu ætla ég að sýna ykkur Super Greg. Super Greg er diskaþeytir og er svokallaður monobrow, eins og ég.
Hér getið þið séð hann þeyta skífum. Hafið hljóðið á. Gaman að segja frá því að ég hló svo mikið þegar ég sá þetta að annað lungað á mér féll saman. Sælir eru einfaldir eins og segir í Mósebók.
Hér getið þið séð hann þeyta skífum. Hafið hljóðið á. Gaman að segja frá því að ég hló svo mikið þegar ég sá þetta að annað lungað á mér féll saman. Sælir eru einfaldir eins og segir í Mósebók.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Svona var helgin:
Föstudagur: Sund eftir vinnu. Tók sms geðveiki um kvöldið og spjallaði svo við Þórunni Grétu sem var stödd hér á (austur)landi um helgina. Eltist um 0,27% úr ári.
Laugardagur: Þreif skattstofuna og sló garðinn. Hugsaði um djamm kvöldsins sem kom aldrei. Tefldi því við Styrmi bróðir á netinu og las um Utah Jazz á milli þess sem ég tók smá rúnt. Eltist um 24 tíma + 12 bónustíma.
Sunnudagur: Gerði alls ekki neitt. Planaði að formatta tölvuna en það plan hvarf þegar ég náði ekki að redda tilheyrandi tólum til að framkvæma verknaðinn. Plan B: Leigja spólu. Það tókst og ég náði meira að segja að horfa á hana. Eltist um einn dag, eitt kvöld og eina nótt.
Þá hef ég framkallað helgina á bloggform, ánægð?
Föstudagur: Sund eftir vinnu. Tók sms geðveiki um kvöldið og spjallaði svo við Þórunni Grétu sem var stödd hér á (austur)landi um helgina. Eltist um 0,27% úr ári.
Laugardagur: Þreif skattstofuna og sló garðinn. Hugsaði um djamm kvöldsins sem kom aldrei. Tefldi því við Styrmi bróðir á netinu og las um Utah Jazz á milli þess sem ég tók smá rúnt. Eltist um 24 tíma + 12 bónustíma.
Sunnudagur: Gerði alls ekki neitt. Planaði að formatta tölvuna en það plan hvarf þegar ég náði ekki að redda tilheyrandi tólum til að framkvæma verknaðinn. Plan B: Leigja spólu. Það tókst og ég náði meira að segja að horfa á hana. Eltist um einn dag, eitt kvöld og eina nótt.
Þá hef ég framkallað helgina á bloggform, ánægð?
sunnudagur, 8. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld verður rómantíkin við völd þegar ég hyggst endurkveikja ástarneistann milli okkar Medion Gunnarsson, kærustu minnar og tölvu til 6 mánaða. Hún hefur verið eitthvað hæg upp á síðkastið og neitar að birta mér ákveðin letur og þarmeð netsíður(þar á meðal mína eigin netsíðu). Því hyggst ég vera svolítið góður við hana, elda mat, nudda á henni skjáinn og að lokum formatta hana langt fram á rauða nótt. Hún mun svo vakna ný og endurnærð tölva á morgun og ég vonandi ánægður í þessu sambandi aftur.
laugardagur, 7. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er óheppinn maður og oftar en ekki gerast slæmir hlutir eftir að ég hef gortað mig af því að eitthvað hefur aldrei gerst. Til að sanna mál mitt ætla ég að gera smá tilraun hérna á síðunni. Hér á eftir koma nokkrar sannar setningar um mig. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem sænskir vísindamenn munu hjálpa mér við að vinna úr, berast næstu daga.
Nokkrar setningar til að lífga upp á næstu daga:
1. Ég hef aldrei verið stoppaður af löggunni.
2. Ég hef ekki fengið bólu í andlitið í 3 mánuði.
3. Ég hef ekki misstigið mig alvarlega í körfubolta í næstum ár.
4. Sjónvarpið mitt hefur ekki bilað í þau 12 ár sem ég hef átt það.
5. Videotækið mitt hefur ekki bilað í þau 11 ár sem ég hef átt það.
6. Ég hef aldrei misst vitið, svo ég viti.
7. Ég hef aldrei verið stunginn af geitungi.
8. Ég hef aldrei fengið morðhótun sem staðið hefur verið við.
9. Ég hef aldrei verið rekinn úr vinnu.
Nokkrar tilraunir með að verða heppinn:
1. Ég hef aldrei unnið í lottói (hef reyndar aldrei keppt).
2. Ég hef aldrei unnið í marathoni (hef reyndar aldrei keppt).
3. Ég hef aldrei unnið kappát.
4. Ég hef aldrei hætt að vera háður því að blogga.
5. Ég hef ekki fengið viðreynslu frá kvenmanni í (X)XX mánuði.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu, hvað gerist ekki og þá af hverju ekki.
Nokkrar setningar til að lífga upp á næstu daga:
1. Ég hef aldrei verið stoppaður af löggunni.
2. Ég hef ekki fengið bólu í andlitið í 3 mánuði.
3. Ég hef ekki misstigið mig alvarlega í körfubolta í næstum ár.
4. Sjónvarpið mitt hefur ekki bilað í þau 12 ár sem ég hef átt það.
5. Videotækið mitt hefur ekki bilað í þau 11 ár sem ég hef átt það.
6. Ég hef aldrei misst vitið, svo ég viti.
7. Ég hef aldrei verið stunginn af geitungi.
8. Ég hef aldrei fengið morðhótun sem staðið hefur verið við.
9. Ég hef aldrei verið rekinn úr vinnu.
Nokkrar tilraunir með að verða heppinn:
1. Ég hef aldrei unnið í lottói (hef reyndar aldrei keppt).
2. Ég hef aldrei unnið í marathoni (hef reyndar aldrei keppt).
3. Ég hef aldrei unnið kappát.
4. Ég hef aldrei hætt að vera háður því að blogga.
5. Ég hef ekki fengið viðreynslu frá kvenmanni í (X)XX mánuði.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu, hvað gerist ekki og þá af hverju ekki.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)