þriðjudagur, 6. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ekki nóg með að Stóri Bróðir fylgist með okkur í sífellu á þessari skelfilegu tækniöld heldur lítur út fyrir að litli bróðir sé byrjaður á því líka. Ég hélt nefnilega að öll mín netspjöll væru mín leyndarmál en ekki lengur. Allur heimurinn getur lesið þau hér. Ekki hér.
mánudagur, 5. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er hugmynd að dagsannri frétt fyrir Austurgluggann en þar hefur vantar svolítið upp á í æsifréttamennskunni:
Finnur.tk tekur ruslið með sér í vinnuna
Síðastliðinn mánudagsmorgunn fór Finnur.tk í vinnu sína á skattstofunni á réttum tíma, sem alla jafna væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að í þetta skiptið tók hann með sér poka fullan af rusli. Ástæðan sem Finnur.tk gaf upp var sú að hann ætlaði sér að setja pokann í rusalfötuna sem er fyrir utan húsið en gleymdi sér í æsingnum sem fylgdi því að ganga í átt að bílnum og því fór sem fór. Þegar að skattstofunni kom greip hann um pokann og gerði sig reiðubúinn að taka ruslapokann með sér inn á vinnustaðinn en til allra hamingju vaknaði hann í tæka tíð og skyldi pokann eftir í bílnum.
Síðar um daginn henti hann ruslinu svo í þar til gerða ruslatunnu fyrir utan Helgafellið, heimili hans. Hann vildi koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum: "Krakkar, stay in school. School is cool".
Finnur.tk tekur ruslið með sér í vinnuna
Síðastliðinn mánudagsmorgunn fór Finnur.tk í vinnu sína á skattstofunni á réttum tíma, sem alla jafna væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að í þetta skiptið tók hann með sér poka fullan af rusli. Ástæðan sem Finnur.tk gaf upp var sú að hann ætlaði sér að setja pokann í rusalfötuna sem er fyrir utan húsið en gleymdi sér í æsingnum sem fylgdi því að ganga í átt að bílnum og því fór sem fór. Þegar að skattstofunni kom greip hann um pokann og gerði sig reiðubúinn að taka ruslapokann með sér inn á vinnustaðinn en til allra hamingju vaknaði hann í tæka tíð og skyldi pokann eftir í bílnum.
Síðar um daginn henti hann ruslinu svo í þar til gerða ruslatunnu fyrir utan Helgafellið, heimili hans. Hann vildi koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum: "Krakkar, stay in school. School is cool".
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér voru að berast umtalsvert magn mynda frá stuðmannaballinu sem fram fór fyrir tveimur dögum síðan en þeim stal ég af netinu frá Magga Tóka. Honum var nær að breyta ekki hlekknum á mig á síðunni sinni.
Mesta athygli vakti þessi mynd en hún virðist vera eina myndin sem breytt hefur verið í myndaforriti. Svo virðist sem þetta mikla og þykka yfirvaraskegg mitt hafi verið þynnt í þessu umtalaða myndaforriti og ég þarmeð gerður að fífli. Bergvin stendur sig þó vel og kemur bara nokkuð vel fyrir.
Mesta athygli vakti þessi mynd en hún virðist vera eina myndin sem breytt hefur verið í myndaforriti. Svo virðist sem þetta mikla og þykka yfirvaraskegg mitt hafi verið þynnt í þessu umtalaða myndaforriti og ég þarmeð gerður að fífli. Bergvin stendur sig þó vel og kemur bara nokkuð vel fyrir.
sunnudagur, 4. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að ljúka við að horfa á Grikki vinna evrópumótið í fótbolta gegn Portúgölum. Í Portúgalska landsliðinu er leikmaður að nafni Luis Figo sem mér fannst ég kannast eitthvað við. Hér eru því fjórfarar vikunnar:
Luis Figo, ofurhetja Portúgal
Scott Bakula, ofurhetja í Quantum Leap
Örn, ofurhetja náttúrunnar
Sámur, ofurhetja fréttastofu prúðuleikaranna

Luis Figo, ofurhetja Portúgal

Scott Bakula, ofurhetja í Quantum Leap

Örn, ofurhetja náttúrunnar

Sámur, ofurhetja fréttastofu prúðuleikaranna
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ellefu mánaða þurrki lokið þar sem drykkjunefnd veftímaritsins skilaði áliti í gær varðandi það hvort ég ætti að drekka um kvöldið eður ei. Hún komst að þeirri niðurstöðu að það myndi margborga sig til lengri tíma litið þrátt fyrir að skammtímahagnaður væri enginn. Nefndin ályktaði líka að réttast væri að vera með yfirvaraskegg á meðan drykkju stendur og fara svo á ball með stuðmönnum. Að sjálfsögðu fór ég eftir ráðleggingum nefndarinnar, enda búinn að kosta vinnu hennar síðustu 11 mánuði.
Allavega, mústassið vakti litla lukku þar sem ýmist var um að ræða fólk sem sá það ekki, fólk sem hélt að mér væri alvara eða ítali/portúgala sem finnst yfirvaraskegg sjálfsagt mál, sama hversu þunnt og stelpulegt það er.
Internetið lifnaði við á ballinu þar sem bloggsíður djömmuðu frá sér allt vit. Skrítið að sjá internet fólkið í mpg formatti í stað jpg eða jafnvel gif.
Þegar á heildina er litið var þetta ágætt ball og kvöldstund, þrátt fyrir dræma mætingu í Helgafellsteiti og ball.
Allavega, mústassið vakti litla lukku þar sem ýmist var um að ræða fólk sem sá það ekki, fólk sem hélt að mér væri alvara eða ítali/portúgala sem finnst yfirvaraskegg sjálfsagt mál, sama hversu þunnt og stelpulegt það er.
Internetið lifnaði við á ballinu þar sem bloggsíður djömmuðu frá sér allt vit. Skrítið að sjá internet fólkið í mpg formatti í stað jpg eða jafnvel gif.
Þegar á heildina er litið var þetta ágætt ball og kvöldstund, þrátt fyrir dræma mætingu í Helgafellsteiti og ball.
laugardagur, 3. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á morgun hverfa rúmlega 143 milljónir íslenskra króna úr landi þegar Metallica heldur tónleika í Egilshöllinni. Miðaverð er með því allra hæsta sem þekkist í veröldinni og um 18.000 manns mæta, ýmist blindfullir, miklir aðdáendur eða algjörlega lausir við peningavit, nema allt eigi við.
Þetta er þó allt í lagi, við verðum bara að selja um 1.300 tonn af þorski til útlanda í staðinn.
Þetta er þó allt í lagi, við verðum bara að selja um 1.300 tonn af þorski til útlanda í staðinn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hef ég ekki birt kvikmyndadóm í háa herrans tíð, nánar tiltekið rúmar þrjár vikur. Ástæðan er sérkennileg og kannski skiljanleg; ég hef ekki séð neina nýja bíómynd á þessum tíma.
Þraukið örlítið lengur. Ég rifti sennilega 11 mánaða áfengisleysi í kvöld með því að fara á Stuðmannaball í góðra vina hópi og þarf því að leigja mér spólu á morgun í þynnkunni. Ég hlakka mikið til, er búinn að þrífa klósettið vel fyrir æluferðirnar á morgun og búinn að taka til verkjatöflur, kók og auðvitað þynnkusængina niður í stofu.
Þraukið örlítið lengur. Ég rifti sennilega 11 mánaða áfengisleysi í kvöld með því að fara á Stuðmannaball í góðra vina hópi og þarf því að leigja mér spólu á morgun í þynnkunni. Ég hlakka mikið til, er búinn að þrífa klósettið vel fyrir æluferðirnar á morgun og búinn að taka til verkjatöflur, kók og auðvitað þynnkusængina niður í stofu.
föstudagur, 2. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkur atriði sem hafa lífgað upp á daginn hingað til:
1. Svaf yfir mig og hef sjaldan verið jafn þreyttur.
2. Bíllinn fór seint og illa í gang í morgun sem olli meiri seinkunn.
3. Get varla kyngt vegna þess að ég fékk haus í háls og andlit í körfubolta í gærkvöldi.
4. Er kvellaumur í hökunni eftir sömu æfingu í gær.
5. Hárlokkur lætur ekki af stjórn. Hef reynt allt nema að brenna hann.
6. Ég raðaði öllu í kolvitlausa röð í möppur í vinnunni. Byrja upp á nýtt á því.
7. Launaseðillinn var mun lægri, svo vægt sé til orða tekið, en ég hafði gert ráð fyrir.
8. Það er bara hádegi. Dagurinn rétt að byrja.
Mér líður nákvæmlega eins og Peter Gibbons úr Office space í dag, áður en hann var dáleiddur. Ca svona.
1. Svaf yfir mig og hef sjaldan verið jafn þreyttur.
2. Bíllinn fór seint og illa í gang í morgun sem olli meiri seinkunn.
3. Get varla kyngt vegna þess að ég fékk haus í háls og andlit í körfubolta í gærkvöldi.
4. Er kvellaumur í hökunni eftir sömu æfingu í gær.
5. Hárlokkur lætur ekki af stjórn. Hef reynt allt nema að brenna hann.
6. Ég raðaði öllu í kolvitlausa röð í möppur í vinnunni. Byrja upp á nýtt á því.
7. Launaseðillinn var mun lægri, svo vægt sé til orða tekið, en ég hafði gert ráð fyrir.
8. Það er bara hádegi. Dagurinn rétt að byrja.
Mér líður nákvæmlega eins og Peter Gibbons úr Office space í dag, áður en hann var dáleiddur. Ca svona.
fimmtudagur, 1. júlí 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag bættist sextugasti og sjötti MSN (sem er spjallforrit) vinur minn í safnið en það var enginn annar en Sigmar bóndi. Þar er magnaður kappi á ferð sem er nýbyrjaður að blogga á ný. Hann fær þarmeð hlekk aftur á sig. Til hamingju með það Simmi.
Á vafri mínu um öldur vefsins í kvöld rakst ég svo á skemmtisíðu Margrétar. Eftir því sem ég best veit er þessi umtalaða Margrét kölluð Magga og er vinkona Bylgju og Lísu. Áhugamál hennar eru Skítamórall og...
...allavega. Hún fær hlekk fyrir að skemmtilegt blogg, og svo fann ég hlekk á mig þar.
En allavega, ég skora á sem flesta að bæta mér við á MSN hjá sér (tilvitnun í Pál Óskar ->) jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt. MSNið er finnurtg@hotmail.com.
Á vafri mínu um öldur vefsins í kvöld rakst ég svo á skemmtisíðu Margrétar. Eftir því sem ég best veit er þessi umtalaða Margrét kölluð Magga og er vinkona Bylgju og Lísu. Áhugamál hennar eru Skítamórall og...
...allavega. Hún fær hlekk fyrir að skemmtilegt blogg, og svo fann ég hlekk á mig þar.
En allavega, ég skora á sem flesta að bæta mér við á MSN hjá sér (tilvitnun í Pál Óskar ->) jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt. MSNið er finnurtg@hotmail.com.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessa færslu skrifa ég lafþunnur eftir komandi helgi til þess að vara sjálfan mig við því að fara á ball eftir að hafa drukkið talsvert mikið af áfengi því á ballinu mun ég gera mig að fífli og eyða alltof miklum peningi af visakortinu í tímavél sem ég kaupi í siggapylsum og mun svo nota fyrir ca 12 mínútum síðan til þess að vara mig við þessari óþarfa eyðslu.
Einnig má ég passa mig á hárgreiðslukonunni í dag, hún mun taka of mikið.
Einnig má ég passa mig á hárgreiðslukonunni í dag, hún mun taka of mikið.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég reiknaði út að gamni mínu kalóríufjölda sem ég brenndi í gær á körfuboltaæfingu og kalóríur sem ég át í gær eftir æfingu með hjálp nokkurra netsíðna um kalóríur. Í ljós kom að ég er í gríðarlegu jafnvægi og skal engan undra enda grindhoraður.
Brennsla
Þyngd: 83 kg.
Tími: ca 80 mín.
= 850 kalóríur brenndar.
Át
12 stykki Oreo kex = 660 kalóríur.
2 glös af léttmjólk = 210 kalóríur.
= 870 kalóríur
Nettó kalóríur eftir æfingu = +20.
Til gamans má geta þess að þessar 20 kalóríur og 8 í viðbót brenndi ég við að horfa á sjónvarpið, sitjandi í 20 mínútur.
Þegar ég svo vaknaði í morgun hafði ég óvart brennt rúmlega 560 kalóríur við að sofa. Svona gæti ég haldið áfram endalaust.
Brennsla
Þyngd: 83 kg.
Tími: ca 80 mín.
= 850 kalóríur brenndar.
Át
12 stykki Oreo kex = 660 kalóríur.
2 glös af léttmjólk = 210 kalóríur.
= 870 kalóríur
Nettó kalóríur eftir æfingu = +20.
Til gamans má geta þess að þessar 20 kalóríur og 8 í viðbót brenndi ég við að horfa á sjónvarpið, sitjandi í 20 mínútur.
Þegar ég svo vaknaði í morgun hafði ég óvart brennt rúmlega 560 kalóríur við að sofa. Svona gæti ég haldið áfram endalaust.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)