Ellefu mánaða þurrki lokið þar sem drykkjunefnd veftímaritsins skilaði áliti í gær varðandi það hvort ég ætti að drekka um kvöldið eður ei. Hún komst að þeirri niðurstöðu að það myndi margborga sig til lengri tíma litið þrátt fyrir að skammtímahagnaður væri enginn. Nefndin ályktaði líka að réttast væri að vera með yfirvaraskegg á meðan drykkju stendur og fara svo á ball með stuðmönnum. Að sjálfsögðu fór ég eftir ráðleggingum nefndarinnar, enda búinn að kosta vinnu hennar síðustu 11 mánuði.
Allavega, mústassið vakti litla lukku þar sem ýmist var um að ræða fólk sem sá það ekki, fólk sem hélt að mér væri alvara eða ítali/portúgala sem finnst yfirvaraskegg sjálfsagt mál, sama hversu þunnt og stelpulegt það er.
Internetið lifnaði við á ballinu þar sem bloggsíður djömmuðu frá sér allt vit. Skrítið að sjá internet fólkið í mpg formatti í stað jpg eða jafnvel gif.
Þegar á heildina er litið var þetta ágætt ball og kvöldstund, þrátt fyrir dræma mætingu í Helgafellsteiti og ball.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.