Mér voru að berast umtalsvert magn mynda frá stuðmannaballinu sem fram fór fyrir tveimur dögum síðan en þeim stal ég af netinu frá Magga Tóka. Honum var nær að breyta ekki hlekknum á mig á síðunni sinni.
Mesta athygli vakti þessi mynd en hún virðist vera eina myndin sem breytt hefur verið í myndaforriti. Svo virðist sem þetta mikla og þykka yfirvaraskegg mitt hafi verið þynnt í þessu umtalaða myndaforriti og ég þarmeð gerður að fífli. Bergvin stendur sig þó vel og kemur bara nokkuð vel fyrir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.