fimmtudagur, 1. júlí 2004

Ég reiknaði út að gamni mínu kalóríufjölda sem ég brenndi í gær á körfuboltaæfingu og kalóríur sem ég át í gær eftir æfingu með hjálp nokkurra netsíðna um kalóríur. Í ljós kom að ég er í gríðarlegu jafnvægi og skal engan undra enda grindhoraður.

Brennsla
Þyngd: 83 kg.
Tími: ca 80 mín.
= 850 kalóríur brenndar.

Át
12 stykki Oreo kex = 660 kalóríur.
2 glös af léttmjólk = 210 kalóríur.
= 870 kalóríur

Nettó kalóríur eftir æfingu = +20.

Til gamans má geta þess að þessar 20 kalóríur og 8 í viðbót brenndi ég við að horfa á sjónvarpið, sitjandi í 20 mínútur.

Þegar ég svo vaknaði í morgun hafði ég óvart brennt rúmlega 560 kalóríur við að sofa. Svona gæti ég haldið áfram endalaust.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.