Hér er hugmynd að dagsannri frétt fyrir Austurgluggann en þar hefur vantar svolítið upp á í æsifréttamennskunni:
Finnur.tk tekur ruslið með sér í vinnuna
Síðastliðinn mánudagsmorgunn fór Finnur.tk í vinnu sína á skattstofunni á réttum tíma, sem alla jafna væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að í þetta skiptið tók hann með sér poka fullan af rusli. Ástæðan sem Finnur.tk gaf upp var sú að hann ætlaði sér að setja pokann í rusalfötuna sem er fyrir utan húsið en gleymdi sér í æsingnum sem fylgdi því að ganga í átt að bílnum og því fór sem fór. Þegar að skattstofunni kom greip hann um pokann og gerði sig reiðubúinn að taka ruslapokann með sér inn á vinnustaðinn en til allra hamingju vaknaði hann í tæka tíð og skyldi pokann eftir í bílnum.
Síðar um daginn henti hann ruslinu svo í þar til gerða ruslatunnu fyrir utan Helgafellið, heimili hans. Hann vildi koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum: "Krakkar, stay in school. School is cool".
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.