Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hef ég ekki birt kvikmyndadóm í háa herrans tíð, nánar tiltekið rúmar þrjár vikur. Ástæðan er sérkennileg og kannski skiljanleg; ég hef ekki séð neina nýja bíómynd á þessum tíma.
Þraukið örlítið lengur. Ég rifti sennilega 11 mánaða áfengisleysi í kvöld með því að fara á Stuðmannaball í góðra vina hópi og þarf því að leigja mér spólu á morgun í þynnkunni. Ég hlakka mikið til, er búinn að þrífa klósettið vel fyrir æluferðirnar á morgun og búinn að taka til verkjatöflur, kók og auðvitað þynnkusængina niður í stofu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.