föstudagur, 2. júlí 2004

Hér eru nokkur atriði sem hafa lífgað upp á daginn hingað til:

1. Svaf yfir mig og hef sjaldan verið jafn þreyttur.
2. Bíllinn fór seint og illa í gang í morgun sem olli meiri seinkunn.
3. Get varla kyngt vegna þess að ég fékk haus í háls og andlit í körfubolta í gærkvöldi.
4. Er kvellaumur í hökunni eftir sömu æfingu í gær.
5. Hárlokkur lætur ekki af stjórn. Hef reynt allt nema að brenna hann.
6. Ég raðaði öllu í kolvitlausa röð í möppur í vinnunni. Byrja upp á nýtt á því.
7. Launaseðillinn var mun lægri, svo vægt sé til orða tekið, en ég hafði gert ráð fyrir.
8. Það er bara hádegi. Dagurinn rétt að byrja.

Mér líður nákvæmlega eins og Peter Gibbons úr Office space í dag, áður en hann var dáleiddur. Ca svona.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.