Ég biðst velvirðingar á því að ég baðst velvirðingar um daginn á því hversu léleg grein mín var sem birtast átti næsta fimmtudag í hinu stórbrotna menningarriti Austurglugganum í ljósi þess að ég dró greinina til baka og lét aðra af hendi. Sú grein er miklu skárri, að mínu mati, enda fjallar hún um kynlíf. Ég vil gjarnan biðjast velvirðingar ef hún fer fyrir brjóstið á einhverjum teprum.
Þið verðið að kaupa Austurgluggann til að sjá greinina, hún verður ekki birt hérna þar sem þetta er fjölskyldusíða.
mánudagur, 31. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu daga hef ég séð...
...þrælfeita konu drekkandi diet kók með risamáltíð. Mjög algeng sjón.
...grátlega bældan, ungan og eldrauðhærðan strák sem hafði klárlega verið lagður í einelti í æsku og jafnvel enn, leggjandi krossgátu við afgreiðslustörf í verslun bæjarins.
...páfann að reyna að koma á friði í heiminum.
...spegilmynd mína, nývaknaður um morgun eftir að górilla kom og skúraði teppalagt gólfið með hausnum á mér.
...tölvunarfræðinema æsa sig yfir fyndinni sögu og öskrað hana sín á milli í staðinn fyrir að tala í venjulegri tónhæð.
...fólk að borða svið, ekki vitandi að þetta er viðbjóður.
...góðvin minn, Lou Carpender, tapa öllum sínum peningum og eiginkonu sinni, Trixie, í Ástralíu í gegnum töfrakassann minn.
...spegilmynd mína eftir að ég gekk í skólann eldsnemma í morgun í sjúku regni.
Allar þessar sýnir mínar eiga það sameiginlegt að ég kenndi í brósti um viðkomandi aðila svo mikið að ég varð klökkur.
...þrælfeita konu drekkandi diet kók með risamáltíð. Mjög algeng sjón.
...grátlega bældan, ungan og eldrauðhærðan strák sem hafði klárlega verið lagður í einelti í æsku og jafnvel enn, leggjandi krossgátu við afgreiðslustörf í verslun bæjarins.
...páfann að reyna að koma á friði í heiminum.
...spegilmynd mína, nývaknaður um morgun eftir að górilla kom og skúraði teppalagt gólfið með hausnum á mér.
...tölvunarfræðinema æsa sig yfir fyndinni sögu og öskrað hana sín á milli í staðinn fyrir að tala í venjulegri tónhæð.
...fólk að borða svið, ekki vitandi að þetta er viðbjóður.
...góðvin minn, Lou Carpender, tapa öllum sínum peningum og eiginkonu sinni, Trixie, í Ástralíu í gegnum töfrakassann minn.
...spegilmynd mína eftir að ég gekk í skólann eldsnemma í morgun í sjúku regni.
Allar þessar sýnir mínar eiga það sameiginlegt að ég kenndi í brósti um viðkomandi aðila svo mikið að ég varð klökkur.
sunnudagur, 30. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson

Ævintýramyndin Hörkufjör á heimavist er fín skemmtun
Fyrir einhverju síðan fór ég í bíó með Óla Rú á myndina National Treasure. Myndin fjallar um mann eltist við ævafornan frímúrarafjársjóð sem falinn er einhversstaðar í Bandaríkjunum. Til að finna hann þarf fylgja vísbendingum sem snúast allar um hvað bandaríkin eru æðisleg.
Nicolas Cage er ágætur í henni og myndin hin besta skemmtun. Það eru þó atriði í henni sem skera í mitt kolsvarta og, að ég hélt, dauða hjarta en þið verðið að sjá hana til að skilja.
Mæli með henni. Þrjár stjörnur af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ein bjartasta von Íslandssögunnar í húmor og grafískri hönnun, Jónas Reynir, hefur nú með miklu snarræði opnað nýtt blogg. Þetta er þriðja tilraun hans til skrifta á netinu en hann hættir alltaf eftir nokkra daga sökum annríkis. Nú er sett gríðarleg pressa á kauða og hann skal því halda sig við þetta og jafnvel gera þetta að stórum hluta í lífi sínu, rétt eins og ég hef gert. Velkominn aftur hr. Jónas.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kvöldið fór í teiti hjá Bergvini, eins og áður hefur komið fram. Þar þekkti ég varla sálu eftir að Garðar, Markús, Ægir og nokkrir í viðbót fóru, langt fyrir aldur fram. Stuttu síðar fór ég niður í bæ þar sem ég fékk mér pylsu og beinustu leið heim, eins og venjulega.
Allavega, ef svefn væri eldur og ég mótmælandi búddamunkur þá væri ég alelda núna. Góða nótt.
Allavega, ef svefn væri eldur og ég mótmælandi búddamunkur þá væri ég alelda núna. Góða nótt.
laugardagur, 29. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld stefni ég á að mæta í partí hjá Bergvini þar sem aðeins fallega og skemmtilega fólkinu er boðið. Ég læt það þó ekki á mig fá og mæti samt, sauðdrukkinn og með myndavélasímann á lofti. Fylgist með á gsmblogginu, ef ég klára ekki innistæðuna.
föstudagur, 28. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Veftímaritið Við rætur hugans var rétt í þessu að ná samningum við Rokkstigabanka landsins um gagnvirt samstarf. Veftímaritið þarf aðeins að nefna þennan banka einu sinni á ári í færslum sínum gegn því að rokkstigabankinn gefi hverjum þeim sem les þessa síðu á hverjum degi tvö rokkstig. Ekki mjög rökréttur samningur eða hagstæður fyrir Rokkstigabankann en hey, rokkið snýst ekki um rökhugsun! Það snýst um lífstíl!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Afköst mín fyrir pistlastarfið hjá austurglugganum eru með afbrigðum góð, svo ekki sé meira sagt. Ég hef þegar lokið við annan pistil og er með tvo til viðbótar í smíðum. Ég þarf þó ekki að skila inn pistli nema einu sinni í mánuði sem þýðir að ég geti bráðum tekið mér frí frá skrifum til byrjun júní.
Það er stundum mjög gagnlegt að vera haldinn áráttu- og þráhyggjuröskun.
Það er stundum mjög gagnlegt að vera haldinn áráttu- og þráhyggjuröskun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er fyrsti pistillinn fyrir austurgluggann farinn úr húsi. Hann er svo slæmur og út í hött að ég ætla hérmeð að koma á framfæri afsökunarbeiðni til austfirðinga að þurfa að lesa þetta kjaftæði. Mér fannst hugmyndin skondin en þetta snériast allt í höndunum á mér og því fór sem fór. Svo var dómarinn alveg vonlaus og sólin skein beint í augun á mér.
fimmtudagur, 27. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson

Bíóferð með Bergvini og Garðari!
Í kvöld fórum við piltarnir að ofan í bíó saman. Myndin sem varð fyrir valinu heitir The Aviator en meira um hana seinna. Í þessari, næstum, fjögra tíma ferð gerðist ekkert markvert nema að ég gleymdi að taka hljóðið af símanum. Í hlénu uppgötvaði ég svo þessi mistök en dýrð sé drottni fyrir vinaleysi mitt, því síminn hafði ekkert hringt og því ekki gert mig að fífli fyrir framan virðulega gesti Háskólabíós.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjasta markaðssetningarátak veftímaritsins er farið af stað. Það er einfalt, eins og allt sem ég læt frá mér, þið hlekkið á gsmbloggið mitt og fáið hlekk til baka og jafnvel mynd af ykkur af ég hitti ykkur. Það er ekki allt því að auki fáið þið hlekk á myndasíðuna ykkar, ef þið eigið eina.
Allavega, látið vita með einhverjum hætti ef þið hafið sett hlekk á gsmbloggið. Kærar þakkir.
Allavega, látið vita með einhverjum hætti ef þið hafið sett hlekk á gsmbloggið. Kærar þakkir.
miðvikudagur, 26. janúar 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ákveðin stemning sem fylgir því að vera með hausverk. Dagurinn lengist og viðkomandi verður mjög pirraður, ef ekki viðskotaillur. Það eru þó ekki allir svo heppnir að fá hausverk alla jafna, sérstaklega ekki þegar losna þarf undan kynlífsskuldbindingum eða þörf er fyrir pirraða manneskju og lítið að gera í því nema að skalla vegginn í einhvern tíma en það er leiðinleg lausn. Önnur lausn á þessu hefur verið fundin! Snillingarnir hjá seven-up hafa komið með frábæran valmöguleika; 7-up cherry! Ein 33ml dós og þú færð sjúkan hausverk sem endist alla nóttina, jafnvel fram á næsta dag enda er innihaldið ca 97% sykur, 2% kirsuberjasafi og 1% meiri sykur. Það er þó sennilega ekki sykurinn sem veldur hausverknum heldur ofboðslega vonda bragðið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)