mánudagur, 31. janúar 2005

Ég biðst velvirðingar á því að ég baðst velvirðingar um daginn á því hversu léleg grein mín var sem birtast átti næsta fimmtudag í hinu stórbrotna menningarriti Austurglugganum í ljósi þess að ég dró greinina til baka og lét aðra af hendi. Sú grein er miklu skárri, að mínu mati, enda fjallar hún um kynlíf. Ég vil gjarnan biðjast velvirðingar ef hún fer fyrir brjóstið á einhverjum teprum.

Þið verðið að kaupa Austurgluggann til að sjá greinina, hún verður ekki birt hérna þar sem þetta er fjölskyldusíða.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.