Bíóferð með Bergvini og Garðari!
Í kvöld fórum við piltarnir að ofan í bíó saman. Myndin sem varð fyrir valinu heitir The Aviator en meira um hana seinna. Í þessari, næstum, fjögra tíma ferð gerðist ekkert markvert nema að ég gleymdi að taka hljóðið af símanum. Í hlénu uppgötvaði ég svo þessi mistök en dýrð sé drottni fyrir vinaleysi mitt, því síminn hafði ekkert hringt og því ekki gert mig að fífli fyrir framan virðulega gesti Háskólabíós.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.