Síðustu daga hef ég séð...
...þrælfeita konu drekkandi diet kók með risamáltíð. Mjög algeng sjón.
...grátlega bældan, ungan og eldrauðhærðan strák sem hafði klárlega verið lagður í einelti í æsku og jafnvel enn, leggjandi krossgátu við afgreiðslustörf í verslun bæjarins.
...páfann að reyna að koma á friði í heiminum.
...spegilmynd mína, nývaknaður um morgun eftir að górilla kom og skúraði teppalagt gólfið með hausnum á mér.
...tölvunarfræðinema æsa sig yfir fyndinni sögu og öskrað hana sín á milli í staðinn fyrir að tala í venjulegri tónhæð.
...fólk að borða svið, ekki vitandi að þetta er viðbjóður.
...góðvin minn, Lou Carpender, tapa öllum sínum peningum og eiginkonu sinni, Trixie, í Ástralíu í gegnum töfrakassann minn.
...spegilmynd mína eftir að ég gekk í skólann eldsnemma í morgun í sjúku regni.
Allar þessar sýnir mínar eiga það sameiginlegt að ég kenndi í brósti um viðkomandi aðila svo mikið að ég varð klökkur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.