Eftir körfuboltaæfingu kvöldsins finnst mér ekki nema sanngjarnt að fólk fái loksins að vita af mínum sífellt vaxandi sjúkdómi en á þessari æfingu stóð ég mig vægast sagt illa. Ég þjáist nefnilega af krónísku Tourettes heilkenni þegar ég er að tapa eða standa mig illa í körfubolta. Blótsyrðum er ekki beint að neinum nema sjálfum mér, ef ekki röddunum og biðst ég velvirðingar ef einhver misskilningur hefur átt sér stað.
Ef allt fer illa þá mun þetta draga mig til dauða, þeas ef ég lendi í að spila körfubolta niðri á fjörðum með geðsjúkum sjómönnum, nú eða í bandarísku fangelsi.
miðvikudagur, 30. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ljósi þess að ég fékk ofsaháan VISA reikning í hausinn í gær og að ég er á leið í klippingu á morgun hefst hérmeð sumarleikur veftímaritsins.
Hann felur í sér að fá sem flesta til að heita á mig 1.000 krónum fyrir að krúnuraka mig á morgun. Ef næg þátttaka næst mun ég láta verða af því að krúnuraka mig, borga VISA reikninginn, hætta í vinnunni, staðgreiða íbúð í Reykjavík og kaupa mér minn eigin strætó (með bílstjóra).
Svo verður dregið úr þeim sem hétu á mig og ein(n) heppin(n) fær óáritaðan bjúgverpil, frá veftímartinu, til afnota í sex mánuði.
Tekið er á móti áheitum hér að neðan.
ATH. ef ekki nást nægilega mörg áheit áskilur veftímaritið sér réttinn til þess að hirða áheitin án þess að láta verða af því að krúnuraka ritstjórann.
Hann felur í sér að fá sem flesta til að heita á mig 1.000 krónum fyrir að krúnuraka mig á morgun. Ef næg þátttaka næst mun ég láta verða af því að krúnuraka mig, borga VISA reikninginn, hætta í vinnunni, staðgreiða íbúð í Reykjavík og kaupa mér minn eigin strætó (með bílstjóra).
Svo verður dregið úr þeim sem hétu á mig og ein(n) heppin(n) fær óáritaðan bjúgverpil, frá veftímartinu, til afnota í sex mánuði.
Tekið er á móti áheitum hér að neðan.
ATH. ef ekki nást nægilega mörg áheit áskilur veftímaritið sér réttinn til þess að hirða áheitin án þess að láta verða af því að krúnuraka ritstjórann.
þriðjudagur, 29. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að fá VISA reikninginn í hendurnar. Þar virðist ég hafa sleppt af mér beislinu, eytt langt framyfir leyfilega heimild og þarmeð bætt eyðslumetið mitt. Fyrir þennan glæsilega árangur ætla ég að verðlauna mig með því að borða aðeins 18 króna núðlur þar til skólanum líkur eftir tvö ár auk þess sem ég mun kalla mig öllum illum nöfnum annað slagið og slá mig utanundir í hvert skipti sem ég leyfi mér að langa í eitthvað.
mánudagur, 28. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag hringdi ég inn andlega veikur á veftímarit þetta. Ég vaknaði býsna pirraður og gríðarlega þreyttur í morgun og fannst ekki sanngjarnt að láta skap mitt bitna á lesendum þessarar síðu.
En kærar þakkir til þeirra sem skrifuðu nafn sitt í gestabókina í gær og í dag. Lestur hennar fær mig til að myrða ekki þennan kettling sem ég er með í lúkunum þessa stundina. Því fleiri sem skrifa, því lengur lifir hann.
En kærar þakkir til þeirra sem skrifuðu nafn sitt í gestabókina í gær og í dag. Lestur hennar fær mig til að myrða ekki þennan kettling sem ég er með í lúkunum þessa stundina. Því fleiri sem skrifa, því lengur lifir hann.
sunnudagur, 27. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Merkilegt með hann Bubba. Hann getur samið flott lög, flotta texta og meira að segja munað textana. Hann getur opnað sjálfan sig fyrir framan alþjóð og sagst elska hitt og þetta um leið og hann getur munað endalaust af boxaranöfnum, sem og vitað talsvert um þá íþrótt ef íþrótt skyldi kalla. En hann getur engan veginn lært að það á að segja 'ég vil' en ekki 'ég vill' eins og heyrist í nýjasta laginu hans, 'Þessi fallegi dagur' en þar segir orðrétt:
Veit ekki hvað vakti mig
VILL vaka um stund
Ég vona að enginn hafi breytt málfari sínu eftir að hafa heyrt þetta lag hans, sem er býsna gott að þessu frátöldu.
Veit ekki hvað vakti mig
VILL vaka um stund
Ég vona að enginn hafi breytt málfari sínu eftir að hafa heyrt þetta lag hans, sem er býsna gott að þessu frátöldu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er, eins og ég sagði snemma í síðustu viku, hinn alþjóðlegi 'skrifaðuígestabókinaeðaégkýliþigíandlitið' dagurinn. Honum er fagnað með því að fara á þessa síðu (af öllum síðum heimsins) og þar skal skrifað í gestabókina sem er til hægri á síðunni, ofarlega. Síðasta ár skrifuðu fjórir í gestabókina og því þurfti að kýla ca 5.999.999.996 manns í andlitið.
Allavega, gestabókin er hér. Allir gestir að skrifa!
Til þeirra sem hafa skrifað í gegnum tíðina, takk kærlega. Ég met það mjög mikils.
Allavega, gestabókin er hér. Allir gestir að skrifa!
Til þeirra sem hafa skrifað í gegnum tíðina, takk kærlega. Ég met það mjög mikils.
laugardagur, 26. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér var að berast frétt sem er býsna vandræðaleg fyrir veftímaritið. Utah Jazz hefur breytt merki sínu og búningum. Með þessari breytingu fylgja nýjir litir en hingað til hefur fjólublái liturinn verið litur Utah Jazz og það er einmitt ástæðan fyrir litavali mínu hérna á síðunni. Nú lítur út fyrir að nýju litirnir séu nákvæmlega eins og á síðunni minni, fyrir breytinguna (dæmi), dökk- og ljósblár. Það má því búast við því að ég breyti þessari síðu aftur í fyrra horf innan tíðar, mörgum leiðindapjökkum til mikillar gleði.
Allavega, hér er nýja merkið:
Aðallitir: Hvítur, dökkblár og ljósblár. Skuggalegt.
og hér er gamla merkið:
Aðallitirnir: Rauður, blár, fjólublár og hvítur.
Hér eru svo nýju búningarnir:
Vestin verða þó líklega ekki svona ljót í sniðum.
Veftímaritið vill venjulega ekki gæta hlutleysis en verður að gera það í þessu máli þar sem skoðun hefur ekki verið mynduð enn sem komið er. Nefnd um málið hefur verið sett á laggirnar og mun hún skila niðurstöðu áður en langt um líður.
Allavega, hér er nýja merkið:

Aðallitir: Hvítur, dökkblár og ljósblár. Skuggalegt.
og hér er gamla merkið:

Aðallitirnir: Rauður, blár, fjólublár og hvítur.
Hér eru svo nýju búningarnir:

Vestin verða þó líklega ekki svona ljót í sniðum.
Veftímaritið vill venjulega ekki gæta hlutleysis en verður að gera það í þessu máli þar sem skoðun hefur ekki verið mynduð enn sem komið er. Nefnd um málið hefur verið sett á laggirnar og mun hún skila niðurstöðu áður en langt um líður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég á skyndikörfuboltaæfingu sem boðuð var af Gylfa grallara. Þar voru mætt allskonar kvikindi og fór körfuboltinn prúðlega fram. Nóg um það.
Allavega, nýlega frétti ég af svokallaðri Jazzhátíð hérna á Egilsstöðum sem væri í gangi og það í 17. skipti. Ég sem hélt að ég væri eini Utah Jazz aðdáandi á héraði fylltist lotningu og endurheimti trú mína á mannkynið, amk Egilsstaðakynið. Ég klæddi mig því upp í Jazz stuttbuxur, körfuboltavesti, derhúfu og jafnvel nærbuxur, lét mála mig í framan með Jazz litunum og slagorðinu 'Go Jazz!' á ennið og dreif mig á staðinn. Stemningin var helst til of léleg, aðeins var spiluð einhverskonar tónlist og fólk sat bara og hlustaði í stað þess að spjalla saman um þetta stórkostlega lið, jafnvel taka á móti Utah Jazz leikmönnum ef svo bæri undir. Eftir rúmlega klukkutíma setu fékk ég nóg, stóð upp og öskraði yfir mannskapinn ókvæðisorðum, að þetta væru ekki alvöru aðdáendur sem þarna voru komnir. Að því loknu strunsaði ég út og keyrði í burtu á Utah Jazz skreytta bílnum mínum.
Allavega, nýlega frétti ég af svokallaðri Jazzhátíð hérna á Egilsstöðum sem væri í gangi og það í 17. skipti. Ég sem hélt að ég væri eini Utah Jazz aðdáandi á héraði fylltist lotningu og endurheimti trú mína á mannkynið, amk Egilsstaðakynið. Ég klæddi mig því upp í Jazz stuttbuxur, körfuboltavesti, derhúfu og jafnvel nærbuxur, lét mála mig í framan með Jazz litunum og slagorðinu 'Go Jazz!' á ennið og dreif mig á staðinn. Stemningin var helst til of léleg, aðeins var spiluð einhverskonar tónlist og fólk sat bara og hlustaði í stað þess að spjalla saman um þetta stórkostlega lið, jafnvel taka á móti Utah Jazz leikmönnum ef svo bæri undir. Eftir rúmlega klukkutíma setu fékk ég nóg, stóð upp og öskraði yfir mannskapinn ókvæðisorðum, að þetta væru ekki alvöru aðdáendur sem þarna voru komnir. Að því loknu strunsaði ég út og keyrði í burtu á Utah Jazz skreytta bílnum mínum.
föstudagur, 25. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rétt í þessu var ég að vinna disk á rás 2 eftir að hafa sent inn hjartnæmt bréf, segjandi að ég hafi aldrei unnið nokkurn skapaðan hlut, sem er rétt og satt að sjálfsögðu. Daman sem var með útvarpsþáttinn las bréfið upp, sem er óvenjulegt með svona bréf, og sagði það hafa brætt sig.
Þarmeð heldur hösslganga mín áfram. Ég hef nú hösslað tvær plöntur, eina fartölvu og nú eina útvarpskonu á síðasta árinu eða svo.
Þarmeð heldur hösslganga mín áfram. Ég hef nú hösslað tvær plöntur, eina fartölvu og nú eina útvarpskonu á síðasta árinu eða svo.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sjá hvað rás tvö hefur gert við mig. Ég sit hérna, hlustandi á bylgjuna eins og versta, heiladauða húsmóðir sem fer í ljós fimm sinnum í viku, bara vegna þess að rás tvö ákvað að hafa hestaspjall, af öllum spjöllum, á dagskránni hjá sér. Það er þó skömminni skárra að vera bara smá flögurt af sykursætri og viðbjóðslegri tónlistinni á bylgjunni en að reyna að valda sér varanlegum skaða af leiðindum við að hlusta á hestaspjallið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)