laugardagur, 29. janúar 2011
Bragð svitalyktaeyðis
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir sturtu nýlega náði ég þeim einkennilega árangri að sprauta svitalyktaeyði upp í mig, í stað handakrikans. Hann bragðaðist ekki eins og hann lyktar, heldur alveg eins og ég; bitur og klaufskur.
fimmtudagur, 27. janúar 2011
Stórar tilkynningar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tvær stórar tilkynningar:
1. Lántaka
Það gleður mig að tilkynna að ég hef fengið samþykkta umsókn mína til íbúðarlánasjóðs fyrir Maarud snakkpoka (papriku) úr 10-11. Ég hyggst skrifa undir pappíra í 10-11, Lágmúla á morgun að viðstöddum fjármálaráðherra og greiða svo lánið niður næstu 40 árin.
2. Tímamót
Þessi bloggfærsla er númer 4.000 í röðinni frá upphafi. Eins og alþjóð veit byrjaði ég á þessari síðu þann 2. október 2002 og næ þessu markmiði því á aðeins 3.039 dögum. Það þýðir 1,32 færslu að meðaltali á dag, alla daga ársins í þessi rúmlega átta ár eða 9,2 færslur á viku.
En jæja, þráhyggjan heldur áfram þó svona tímamótum er náð.
1. Lántaka
Það gleður mig að tilkynna að ég hef fengið samþykkta umsókn mína til íbúðarlánasjóðs fyrir Maarud snakkpoka (papriku) úr 10-11. Ég hyggst skrifa undir pappíra í 10-11, Lágmúla á morgun að viðstöddum fjármálaráðherra og greiða svo lánið niður næstu 40 árin.
2. Tímamót
Þessi bloggfærsla er númer 4.000 í röðinni frá upphafi. Eins og alþjóð veit byrjaði ég á þessari síðu þann 2. október 2002 og næ þessu markmiði því á aðeins 3.039 dögum. Það þýðir 1,32 færslu að meðaltali á dag, alla daga ársins í þessi rúmlega átta ár eða 9,2 færslur á viku.
En jæja, þráhyggjan heldur áfram þó svona tímamótum er náð.
3ja tíma skrepp
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag reyndi ég að fá mér nýtt ökuskírteini þar sem mitt gamla innihélt ekki mynd af mér lengur og ég þarf það til að stofna bankareikning. Upphófst skriffinnskusena: [hlustið á Benny Hill þemalagið á meðan þið lesið]
1. Skrapp úr vinnunni.
2. Fékk vin til að taka af mér passamynd.
3. Setti passamyndina á USB lykil.
4. Fór á sýsluskrifstofuna í Kópavogi, þar sem afgreiðslumaður sagði mér að koma með útprentaða passamynd*. Hann lét mig fá bráðabirgðaskírteini fyrir bankann.
5. Fór í bankann, þar sem starfsmaður sagðist ekki geta tekið við bráðabirgðaskírteini.
6. Kom við í vinnunni, leitaði mér upplýsinga og vann smá.
7. Fór með USB lykilinn á ljósmyndastofu og lét prenta passamyndina út.
8. Fór á sýsluskrifstofuna og sótti um nýtt ökuskírteini. Það tekur tvær vikur að gera nýtt skírteini, sem er 13 dögum of mikið. Þannig að ég bað um nafnskírteini í staðinn, sem á að taka minni tíma. Það gerist á þjóðskrá.
9. Fór á þjóðskrá. Hún hafði verið færð úr stað. Svo ég gekk smá spöl að réttu húsi.
10. Þar var ég beðinn um tvær (útprentaðar) passamyndir, sem ég gleymdi í bílnum.
11. Sæki myndir og sný aftur en er þá beðinn um ökuskírteini. Bráðabirgðaskírteini gæti dugað, en ég gleymdi því líka í bílnum.
Þegar hingað er komið við sögu hafði ég verið við vinnu í tvo tíma og úti að "skreppa" í þrjá tíma, svo ég sagðist ætla að koma síðar þar sem ég vildi hvorki vera rekinn né hlæja** framan í afgreiðslukonuna, sem var þegar mjög pirruð.
En hafið ekki áhyggjur. Ég vann til klukkan 20 í kvöld til að bæta upp fyrir vinnutapið.
* Ég þurfti að taka mynd, setja á USB lykil, láta prenta hana út á "fínan pappír" og láta sýslumann fá, svo hann gæti skannað myndina inn og prentað svo út á ökuskírteinið. Snjallt ferli.
** Með "hlæja" á ég auðvitað við "gráta".
1. Skrapp úr vinnunni.
2. Fékk vin til að taka af mér passamynd.
3. Setti passamyndina á USB lykil.
4. Fór á sýsluskrifstofuna í Kópavogi, þar sem afgreiðslumaður sagði mér að koma með útprentaða passamynd*. Hann lét mig fá bráðabirgðaskírteini fyrir bankann.
5. Fór í bankann, þar sem starfsmaður sagðist ekki geta tekið við bráðabirgðaskírteini.
6. Kom við í vinnunni, leitaði mér upplýsinga og vann smá.
7. Fór með USB lykilinn á ljósmyndastofu og lét prenta passamyndina út.
8. Fór á sýsluskrifstofuna og sótti um nýtt ökuskírteini. Það tekur tvær vikur að gera nýtt skírteini, sem er 13 dögum of mikið. Þannig að ég bað um nafnskírteini í staðinn, sem á að taka minni tíma. Það gerist á þjóðskrá.
9. Fór á þjóðskrá. Hún hafði verið færð úr stað. Svo ég gekk smá spöl að réttu húsi.
10. Þar var ég beðinn um tvær (útprentaðar) passamyndir, sem ég gleymdi í bílnum.
11. Sæki myndir og sný aftur en er þá beðinn um ökuskírteini. Bráðabirgðaskírteini gæti dugað, en ég gleymdi því líka í bílnum.
Þegar hingað er komið við sögu hafði ég verið við vinnu í tvo tíma og úti að "skreppa" í þrjá tíma, svo ég sagðist ætla að koma síðar þar sem ég vildi hvorki vera rekinn né hlæja** framan í afgreiðslukonuna, sem var þegar mjög pirruð.
En hafið ekki áhyggjur. Ég vann til klukkan 20 í kvöld til að bæta upp fyrir vinnutapið.
* Ég þurfti að taka mynd, setja á USB lykil, láta prenta hana út á "fínan pappír" og láta sýslumann fá, svo hann gæti skannað myndina inn og prentað svo út á ökuskírteinið. Snjallt ferli.
** Með "hlæja" á ég auðvitað við "gráta".
Flokkað undir
Blogg,
Rant,
Upptalning
þriðjudagur, 25. janúar 2011
Geispátakið 2011
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er gríðarlega ánægður með árangur minn í átakinu "Geispaðu sjaldnar í vinnunni, hálfvitinn þinn" sem ég er eini þátttakandinn í. Það hófst í morgun.
Í gær geispaði ég um 350 sinnum yfir daginn og bjó því til þetta átak. Í gærkvöldi fór ég svo seint að sofa, einhverra hluta vegna, og hef aðeins geispað tvisvar sinnum í morgun. Í fyrra skiptið geispaði ég frá 9:00 til 10:30 og seinna skiptið 10:45 til 12:05.
Í gær geispaði ég um 350 sinnum yfir daginn og bjó því til þetta átak. Í gærkvöldi fór ég svo seint að sofa, einhverra hluta vegna, og hef aðeins geispað tvisvar sinnum í morgun. Í fyrra skiptið geispaði ég frá 9:00 til 10:30 og seinna skiptið 10:45 til 12:05.
Flokkað undir
Blogg
mánudagur, 24. janúar 2011
Harðkjarna jólabörn
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á göngu minni um Kópavoginn í gærkvöldi sá ég fyrsta jólaskraut ársins:
Rétt um ellefu mánuðum fyrir jól. Harðkjarna jólabörn.
Og með þessari sýn kláraði ég jólaskapið mitt í ár, þremur mánuðum á undan áætlun.
Rétt um ellefu mánuðum fyrir jól. Harðkjarna jólabörn.
Og með þessari sýn kláraði ég jólaskapið mitt í ár, þremur mánuðum á undan áætlun.
laugardagur, 22. janúar 2011
Að fara einn í sund
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er fínt ráð ef þið viljið fara í sund í fámenni. Það er í þremur skrefum:
1. Ekki fara í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi!
2. Mælið með því á blogginu ykkar að fara ekki í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi.
3. Farið í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi. Ekki nokkur maður í sundi, sérstaklega ekki lesendur bloggsins.
Þetta notaði ég áðan með frábærum árangri.
1. Ekki fara í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi!
2. Mælið með því á blogginu ykkar að fara ekki í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi.
3. Farið í sund þegar landsleikur í handbolta er í gangi. Ekki nokkur maður í sundi, sérstaklega ekki lesendur bloggsins.
Þetta notaði ég áðan með frábærum árangri.
Flokkað undir
Blogg
föstudagur, 21. janúar 2011
Gif myndir
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega rakst ég á síðuna "If we don't, remember me" (Ísl.: Ef við ei, mundu mig), sem sérhæfir sig í hreyfimyndir úr frægum bíómyndum. Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega við skoðun hennar, m.a. við að skoða myndir úr tveimur uppáhaldsmyndunum mínum:
1. Seven
2. The Big Lebowski
Það gaman endaði þó snarlega þegar ég rakst á mynd af Tilda Swinton. Ég hræðist ekkert meira en þá konu.
Það er ekki laust við að ég hafi pissað talsvert mikið á mig eftir að hafa setið stjarfur og horft á þessa mynd í nokkrar sekúndur.
1. Seven
2. The Big Lebowski
Það gaman endaði þó snarlega þegar ég rakst á mynd af Tilda Swinton. Ég hræðist ekkert meira en þá konu.
Það er ekki laust við að ég hafi pissað talsvert mikið á mig eftir að hafa setið stjarfur og horft á þessa mynd í nokkrar sekúndur.
Flokkað undir
Blogg,
Kvikmyndir,
Mynd
miðvikudagur, 19. janúar 2011
Kákaskref (Dubstep) og annað
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er langt síðan ég hef troðið tónlistarsmekk mínum niður í kokið á lesendum síðunnar. Hér eru nokkur lög sem ég hef hlustað ítrekað á undanfarið:
1. Light með Skint (Dubstep)
2. Öll lög með RemoteKontrol (Electro/Dubstep/Kántrý)
3. Ljósvíkingur með Hjálmum (Reggae)
Þið hlustið á þetta og þið skulið njóta þess!
1. Light með Skint (Dubstep)
2. Öll lög með RemoteKontrol (Electro/Dubstep/Kántrý)
3. Ljósvíkingur með Hjálmum (Reggae)
Þið hlustið á þetta og þið skulið njóta þess!
þriðjudagur, 18. janúar 2011
Bíóferðir ársins hingað til
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það sem af er ári hef ég þrisvar farið í bíó eða 1,2 sinnum á viku. Það gera tæplega 61 bíóferð yfir árið ef fer fram sem horfir. Segjum svo að miðaverðið haldist í 1.150 krónum og að ég fari ekki á eina einustu 3D sýningu (sem ég stefni á) eða í VIP sal, þá munu bíóferðir kosta mig rétt um 70.000 krónur á árinu.
Það er mjög vel sloppið, ef litið er til þess að þetta er eina fíknin mín (ef Risahraun og heróín eru ekki talin með).
Allavega, hér að neðan eru dómar mínir um umræddar myndir:
1. The Next Three Days
Maður missir konu sína í fangelsi og upp hefst barátta fyrir frelsi hennar með sprenghlægilegum afleiðingum, ca.
Sá þessa mynd tækilega séð (og raunverulega) á síðasta ári, en mér er sama. Myndin er virkilega góð. Hún er vel leikin, sagan er góð og hún inniheldur mörg mjög góð og grípandi atriði. Mæli mjög með þessari.
3,5 stjörnur af fjórum.
2. Klovn the movie
Frank vill sanna fyrir kærustu sinni að hann geti höndlað föðurhlutverkið með því að ræna ungum frænda sínum og fara með honum í kajakferð með Casper með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ég hef sjaldan hlegið jafn hátt og digurbarkalega í bíói. Myndin fer langt yfir strikið, sem mér finnst gott þar sem ég afnam öll strik í gríni skömmu eftir ég ákvað að gerast siðblindur. Frábær mynd.
3,5 stjörnur af fjórum.
3. Hereafter
Nokkrar sögur:
1. Miðill á erfitt með að tengjast fólki af því hann getur talað við drauga með sprenghlægilegum afleiðingum.
2. Kona deyr næstum og verður skrítin með sprenghlægilegum afleiðingum.
3. Krakkaógeð missir tvíburabróður sinn og væflast um á ósannfærandi hátt með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ekki aðeins er söguþráðurinn drepleiðinlegur, hægur og fáránlegur heldur leikur krakkafíflið svo leiðinlega að ég átti erfitt með að hemja mig. Virkilega ömurleg mynd.
Hálf stjarna af fjórum.
4. The Tourist
Einhver kona sem fylgst er með reynir að dreifa athygli eltenda sinna með því að fara í sleik við túrista, sem lítur út eins og Johnny Depp, með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ágætis afþreying í besta falli. Mér var sama um aðalhetjurnar, sem segir sennilega meira um mig og mína afbrýðisemi út í fallegt fólk en myndina.
Tvær stjörnur af fjórum.
Það er mjög vel sloppið, ef litið er til þess að þetta er eina fíknin mín (ef Risahraun og heróín eru ekki talin með).
Allavega, hér að neðan eru dómar mínir um umræddar myndir:
1. The Next Three Days
Maður missir konu sína í fangelsi og upp hefst barátta fyrir frelsi hennar með sprenghlægilegum afleiðingum, ca.
Sá þessa mynd tækilega séð (og raunverulega) á síðasta ári, en mér er sama. Myndin er virkilega góð. Hún er vel leikin, sagan er góð og hún inniheldur mörg mjög góð og grípandi atriði. Mæli mjög með þessari.
3,5 stjörnur af fjórum.
2. Klovn the movie
Frank vill sanna fyrir kærustu sinni að hann geti höndlað föðurhlutverkið með því að ræna ungum frænda sínum og fara með honum í kajakferð með Casper með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ég hef sjaldan hlegið jafn hátt og digurbarkalega í bíói. Myndin fer langt yfir strikið, sem mér finnst gott þar sem ég afnam öll strik í gríni skömmu eftir ég ákvað að gerast siðblindur. Frábær mynd.
3,5 stjörnur af fjórum.
3. Hereafter
Nokkrar sögur:
1. Miðill á erfitt með að tengjast fólki af því hann getur talað við drauga með sprenghlægilegum afleiðingum.
2. Kona deyr næstum og verður skrítin með sprenghlægilegum afleiðingum.
3. Krakkaógeð missir tvíburabróður sinn og væflast um á ósannfærandi hátt með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ekki aðeins er söguþráðurinn drepleiðinlegur, hægur og fáránlegur heldur leikur krakkafíflið svo leiðinlega að ég átti erfitt með að hemja mig. Virkilega ömurleg mynd.
Hálf stjarna af fjórum.
4. The Tourist
Einhver kona sem fylgst er með reynir að dreifa athygli eltenda sinna með því að fara í sleik við túrista, sem lítur út eins og Johnny Depp, með sprenghlægilegum afleiðingum.
Ágætis afþreying í besta falli. Mér var sama um aðalhetjurnar, sem segir sennilega meira um mig og mína afbrýðisemi út í fallegt fólk en myndina.
Tvær stjörnur af fjórum.
Flokkað undir
Blogg,
Kvikmyndir
mánudagur, 17. janúar 2011
IHeili
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eitt það besta við árið 2010 voru nýungar sem ég tileinkaði mér. Þar á meðal var að hlusta á svokölluð "podcast" á meðan ég vinn Excel skjöl. Podcast eru hálfgerðir útvarpsspjallþættir sem eru settir á netið.
Mitt uppáhalds podcast heitir Comedy Death Ray og er stjórnað af Scott Aukerman [Heimasíða þáttanna]. Í podcastinu fær hann fræga grínista í viðtöl og bæði fræga og ófræga til að leika karaktera, allt í nafni sprellsins.
Mín uppáhalds sena í þessum þáttum var innkoma nokkuð óþekkts grínista í þáttinn, Brett Gelman að nafni.
Forsaga: Brett Gelman var tilnefndur fyrir verðlaun fyrir innkomu á árinu 2009 í þáttunum en fékk þau ekki. Hann kom því aftur í þáttinn á árinu 2010 og tilkynnti að hann ætlaði að einbeita sér að smásögum. Hér að neðan er smásagan sem hann las. Hún heitir IBrain og er ádeila á ástandið í heiminum.
ATH. Ekki hlusta ef þið eruð viðkvæm. Sagan er mjög gróf!
Mitt uppáhalds podcast heitir Comedy Death Ray og er stjórnað af Scott Aukerman [Heimasíða þáttanna]. Í podcastinu fær hann fræga grínista í viðtöl og bæði fræga og ófræga til að leika karaktera, allt í nafni sprellsins.
Mín uppáhalds sena í þessum þáttum var innkoma nokkuð óþekkts grínista í þáttinn, Brett Gelman að nafni.
Forsaga: Brett Gelman var tilnefndur fyrir verðlaun fyrir innkomu á árinu 2009 í þáttunum en fékk þau ekki. Hann kom því aftur í þáttinn á árinu 2010 og tilkynnti að hann ætlaði að einbeita sér að smásögum. Hér að neðan er smásagan sem hann las. Hún heitir IBrain og er ádeila á ástandið í heiminum.
ATH. Ekki hlusta ef þið eruð viðkvæm. Sagan er mjög gróf!
miðvikudagur, 12. janúar 2011
Nýtt bíó prófað
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega veitti ég sjálfum mér þann unað að prófa nýtt bíó, Egilshöll nánar tiltekið. Egilshöll er, eftir því sem ég best veit, stærsta bíóhús landsins og er splunkunýtt. Hér er mín rýni:
Kostir
Þægileg sæti
Gott rými í afgreiðslu
Tvær sjoppur
Gott fótarými í sal
Ópersónulegt
Ókostir
Er staðsett einhversstaðar uppi á fjalli
Bílastæðin eru of langt frá inngangi (amk í kulda)
Fjölmenni
Bíóið fær þrjár stjörnur af fjórum.
Hér er þá uppfærður listi yfir bíóhúsin sem ég hef heimsótt, það besta skráð efst:
1. Smárabíó (4 stjörnur)
2. Sambíóin Kringlunni (3 stjörnur)
3. Sambíóin Egilshöll (3 stjörnur)
4. Laugarásbíó (2,5 stjörnur)
5. Háskólabíó (2 stjörnur)
6. Bíó Paradís (1,5 stjarna)
7. Borgarbíó, Akureyri (1,5 stjarna)
8. Sambíóin, Akureyri (1,5 stjarna)
...
95. Bíóið í Malmö (1 stjarna)
96. Reyðarfjarðarbíó (1 stjarna)
97. Sambíóin Álfabakka (0,0002 stjörnur)
Myndin Hereafter varð fyrir valinu, leikstýrt af ofmetnasta leikstjóra samtímans, Clint Eastwood. Hún var ömur- og bjánaleg. Hálf stjarna af fjórum.
Kostir
Þægileg sæti
Gott rými í afgreiðslu
Tvær sjoppur
Gott fótarými í sal
Ópersónulegt
Ókostir
Er staðsett einhversstaðar uppi á fjalli
Bílastæðin eru of langt frá inngangi (amk í kulda)
Fjölmenni
Bíóið fær þrjár stjörnur af fjórum.
Hér er þá uppfærður listi yfir bíóhúsin sem ég hef heimsótt, það besta skráð efst:
1. Smárabíó (4 stjörnur)
2. Sambíóin Kringlunni (3 stjörnur)
3. Sambíóin Egilshöll (3 stjörnur)
4. Laugarásbíó (2,5 stjörnur)
5. Háskólabíó (2 stjörnur)
6. Bíó Paradís (1,5 stjarna)
7. Borgarbíó, Akureyri (1,5 stjarna)
8. Sambíóin, Akureyri (1,5 stjarna)
...
95. Bíóið í Malmö (1 stjarna)
96. Reyðarfjarðarbíó (1 stjarna)
97. Sambíóin Álfabakka (0,0002 stjörnur)
Myndin Hereafter varð fyrir valinu, leikstýrt af ofmetnasta leikstjóra samtímans, Clint Eastwood. Hún var ömur- og bjánaleg. Hálf stjarna af fjórum.
Flokkað undir
Blogg,
Kvikmyndir
þriðjudagur, 11. janúar 2011
Minn versti óvinur
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er ég í smá fýlu við Fortíðar Mig sem hugsaði ekki út í að Nútíma Ég þurfti að vinna fullan vinnudag í dag, þegar hann fór í tíubíó í gærkvöldi á mjög langa mynd. Fortíðar Ég getur verið skíthæll.
Hann var reyndar svo hugulsamur að smyrja samloku fyrir Nútíma mig í gærkvöldi, til að biðjast afsökunnar. En Fortíðar Ég át hana svo í morgun þegar hann vaknaði. Dæmigert.
Hann var reyndar svo hugulsamur að smyrja samloku fyrir Nútíma mig í gærkvöldi, til að biðjast afsökunnar. En Fortíðar Ég át hana svo í morgun þegar hann vaknaði. Dæmigert.
Flokkað undir
Blogg
mánudagur, 10. janúar 2011
Myndir úr jólafríinu
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru fjórar myndir sem ég tók í jólafríinu. Það er hægt að opna þær í nýjum glugga með því að smella á þær.
Restin af myndunum sem ég tók í jólafríinu er að finna á Facebook prófílnum mínum eða hér í opinni dagskrá.
Valería Dögg og Svetlana, mamma hennar, glotta framan í myndavélina |
Ég tók mína fyrstu "Tilt-shift" mynd af örlitlum læk. |
Fellabær, í öllu sínu veldi. |
Ég náði að taka mynd af dagdraumi mínum á einhvern óskiljanlegan hátt. |
Restin af myndunum sem ég tók í jólafríinu er að finna á Facebook prófílnum mínum eða hér í opinni dagskrá.
laugardagur, 8. janúar 2011
Brennsla
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld brenndi ég um 1.050 kalóríur í 70 mínútna ræktarferð og kom heim sigri hrósandi, bara til að fatta að ég átti ekkert að borða nema kexpakka, sem ég kláraði á tveimur mínútum. Hann innihélt 1.200 kalóríur.
Þessa stundina brenni ég 300 kalóríum á klukkustund með því einu að hata sjálfan mig af mikilli einbeitingu.
Þessa stundina brenni ég 300 kalóríum á klukkustund með því einu að hata sjálfan mig af mikilli einbeitingu.
miðvikudagur, 5. janúar 2011
Atferlisathuganir
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það syrgir mig mjög að hafa tekið eftir þessari þróun í karlaklefanum í ræktinni, eftir sturtu:
Útskýring:
Því vöðvaðri sem þú ert og því lægri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í bol og fljótur í nærbuxur eftir sturtu.
Því vöðvalausari sem þú ert og því hærri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í nærbuxur og fljótur í bol eftir sturtu.
Ég vildi að ég byggi ekki yfir þessari vitneskju. Sjö ár af ræktarferðum hafa kennt mér þetta.
Útskýring:
Því vöðvaðri sem þú ert og því lægri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í bol og fljótur í nærbuxur eftir sturtu.
Því vöðvalausari sem þú ert og því hærri fituprósentu sem þú ert haldinn, því lengur ertu að fara í nærbuxur og fljótur í bol eftir sturtu.
Ég vildi að ég byggi ekki yfir þessari vitneskju. Sjö ár af ræktarferðum hafa kennt mér þetta.
þriðjudagur, 4. janúar 2011
Hamingja í póstkortaformi
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fékk ég póstkort alla leið frá Ástralíu, þar sem vinkona mín, Esther Ösp, kom við í heimsreisu sinni og ákvað að senda mér kort.
Það eitt og sér er stórmerkilegt. En rokkstigin sem Esther fékk við þetta milljónfölduðust þegar ég sá kveðjuna sem rituð við á kortið. Hún var frá engum öðrum en Stingray, úr raunveruleikaþáttunum Nágrannar:
Kortið segir orðrétt:
Hvernig Stingray náði að skrifa þetta kort, verandi löngu dáinn, er mér hulin ráðgáta. En ég spyr ekki spurninga á þessum hamingjusamasta degi lífs míns.
Takk, Esther!
Það eitt og sér er stórmerkilegt. En rokkstigin sem Esther fékk við þetta milljónfölduðust þegar ég sá kveðjuna sem rituð við á kortið. Hún var frá engum öðrum en Stingray, úr raunveruleikaþáttunum Nágrannar:
Heimilisfangið mitt blurrað til að forðast eltihrella. |
„Hey Finnur!Og undir þetta tekur Esther að sjálfsögðu. Ég er alltof brosmildur.
Keep [smile]ing
[Eitthvað grín nafn]
Stingray!“
Hvernig Stingray náði að skrifa þetta kort, verandi löngu dáinn, er mér hulin ráðgáta. En ég spyr ekki spurninga á þessum hamingjusamasta degi lífs míns.
Takk, Esther!
mánudagur, 3. janúar 2011
Verkefnafjall
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær kom ég aftur til Reykjavíkur eftir að hafa gert ekkert nema spila, sofa, horfa á bíómyndir og fara í sund/ræktina í 10 daga hjá mömmu fyrir austan yfir jólin. Lífið gerist ekki mikið ljúfara en það.
Þessa 10 daga vann ég ekki handtak í vinnunni. Sem þýðir að í dag beið mín verkefnafjall eins og sjá má á grafinu að neðan, þar sem ég allt í senn sýni dæmigerða vinnuviku, hvernig verkefnin staflast upp í fríum og hvernig ég hyggst höggva fjallið niður næstu daga og vikur.
Og já. Gleðilegt nýtt ár.
Þessa 10 daga vann ég ekki handtak í vinnunni. Sem þýðir að í dag beið mín verkefnafjall eins og sjá má á grafinu að neðan, þar sem ég allt í senn sýni dæmigerða vinnuviku, hvernig verkefnin staflast upp í fríum og hvernig ég hyggst höggva fjallið niður næstu daga og vikur.
Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)