miðvikudagur, 12. janúar 2011

Nýtt bíó prófað

Nýlega veitti ég sjálfum mér þann unað að prófa nýtt bíó, Egilshöll nánar tiltekið. Egilshöll er, eftir því sem ég best veit, stærsta bíóhús landsins og er splunkunýtt. Hér er mín rýni:

Kostir
Þægileg sæti
Gott rými í afgreiðslu
Tvær sjoppur
Gott fótarými í sal
Ópersónulegt

Ókostir
Er staðsett einhversstaðar uppi á fjalli
Bílastæðin eru of langt frá inngangi (amk í kulda)
Fjölmenni

Bíóið fær þrjár stjörnur af fjórum.

Hér er þá uppfærður listi yfir bíóhúsin sem ég hef heimsótt, það besta skráð efst:

1. Smárabíó (4 stjörnur)
2. Sambíóin Kringlunni (3 stjörnur)
3. Sambíóin Egilshöll (3 stjörnur)
4. Laugarásbíó (2,5 stjörnur)
5. Háskólabíó (2 stjörnur)
6. Bíó Paradís (1,5 stjarna)
7. Borgarbíó, Akureyri (1,5 stjarna)
8. Sambíóin, Akureyri (1,5 stjarna)
...
95. Bíóið í Malmö (1 stjarna)
96. Reyðarfjarðarbíó (1 stjarna)
97. Sambíóin Álfabakka (0,0002 stjörnur)

Myndin Hereafter varð fyrir valinu, leikstýrt af ofmetnasta leikstjóra samtímans, Clint Eastwood. Hún var ömur- og bjánaleg. Hálf stjarna af fjórum.

6 ummæli:

  1. Afhverju þetta diss á Álfabakka? Þú hefur áður gefið hana 4 af 10 (= 1.6-2 stjörnur (eftir því hvort max sé 4 eða 5)), og skv. lýsingu þinni á einni "horrorferð" þangað var vandamálið frekar fólkið í kringum þig heldur en bíóhúsið sjálft.

    Hef reyndar sjálfur lent í leiðinlegum ferðum í Álfabakka, en það var alltaf vegna dónalegs fólks í kringum mig. Kannski fara bara tillitslausir bjánar í Álfabakka?

    SvaraEyða
  2. Freyr: Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan í október 2009. Ég hef nokkrum sinnum síðan reynt að eiga góða bíóferð í Álfabakka, án árangurs.

    Og jú, tillitslausir bjánar sem sækja þetta bíó eiga stóran hlut í hatri mínu, en einnig hræðileg þjónusta í sjoppu, óþolandi biðraðir allsstaðar, óþægileg sæti og loftleysi.

    Mér finnst eðlilegt að telja fólk sem sækir bíóið undir kosti bíósins og galla. Venjulegt fólk myndi sennilega ekki gera það, en þar sem ég er með bráðaofnæmi fyrir mannmergð þá neyðist ég til að láta þann hluta vega þungt í gagnrýni minni.

    SvaraEyða
  3. Þú ættir að prufa bíóið á Laugum. svo sem ekkert hágæða bíó en samt ánægjulegt að það skuli vera bíó þar.

    SvaraEyða
  4. Ég hef það í huga þegar ég fer þangað næst í skóla.

    SvaraEyða
  5. Takk fyrir þetta. Hætti við Egilshöll og fer í Kringluna.
    Kv. Óli

    SvaraEyða
  6. Það var ekkert Óli. Óþarfi að panta sér flug og/eða klífa fjöll til að komast í bíó.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.