mánudagur, 17. janúar 2011

IHeili

Eitt það besta við árið 2010 voru nýungar sem ég tileinkaði mér. Þar á meðal var að hlusta á svokölluð "podcast" á meðan ég vinn Excel skjöl. Podcast eru hálfgerðir útvarpsspjallþættir sem eru settir á netið.

Mitt uppáhalds podcast heitir Comedy Death Ray og er stjórnað af Scott Aukerman [Heimasíða þáttanna]. Í podcastinu fær hann fræga grínista í viðtöl og bæði fræga og ófræga til að leika karaktera, allt í nafni sprellsins.

Mín uppáhalds sena í þessum þáttum var innkoma nokkuð óþekkts grínista í þáttinn, Brett Gelman að nafni.

Forsaga: Brett Gelman var tilnefndur fyrir verðlaun fyrir innkomu á árinu 2009 í þáttunum en fékk þau ekki. Hann kom því aftur í þáttinn á árinu 2010 og tilkynnti að hann ætlaði að einbeita sér að smásögum. Hér að neðan er smásagan sem hann las. Hún heitir IBrain og er ádeila á ástandið í heiminum.

ATH. Ekki hlusta ef þið eruð viðkvæm. Sagan er mjög gróf!







Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Sennilega það fyndnasta sem ég hef heyrt á netinu. Gott að geta sagt þetta loksins opinberlega.

Hér er svo Brett Gelman í skets sem hann gerir fyrir Funny or Die:




0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.