laugardagur, 8. janúar 2011

Brennsla

Í kvöld brenndi ég um 1.050 kalóríur í 70 mínútna ræktarferð og kom heim sigri hrósandi, bara til að fatta að ég átti ekkert að borða nema kexpakka, sem ég kláraði á tveimur mínútum. Hann innihélt 1.200 kalóríur.

Þessa stundina brenni ég 300 kalóríum á klukkustund með því einu að hata sjálfan mig af mikilli einbeitingu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.