Um hádegið á laugardaginn hringdi dyrasíminn heima, þar sem ég bý í 4ra hæða blokk. Ég svara:
Ég: "Halló"
Einhver: "Já, ég er með jólarósina"
Ég: "...ok."
Einhver: "...sem þú pantaðir"
Ég: "Ah, þú ert að ruglast á íbúðum. Hleypi þér samt inn."
*Ég ýti á takka og hleypi honum inn*
Þremur mínútum síðar er bankað á hurðina. Ég fer til dyra. Fyrir utan hurðina stendur ca 15 ára strákur með gleraugu og spangir. Hálf aulalegur.
Ég: "Já?"
Drengur: "Hér er jólarósin"
Ég: "Ég pantaði enga jólarós"
Drengur: "Býr ekki einhver annar hérna líka?"
Ég: "Jú, vinur minn"
Drengur: "Já, hann pantaði hana. Ég kom hingað fyrir viku, þá átti hann ekki pening. Sagði mér að koma aftur í gær. Þá svaraði enginn."
Ég: "Ertu ekki að ruglast eitthvað?"
Drengur: "Nei nei. Dökkhærður strákur?"
Ég: "Já... ok. Ég hringi í hann"
*Ég hringi í Óla*
*Ekkert svar*
Ég: "Andskotinn! Heyrðu ég skal bara borga þetta. Hvað kostar það?"
Drengur: "eh... þúsund krónur"
*Ég borga þúsund krónur*
*Ég tek við blóminu*
Tveimur mínútum síðar hringir Óli. Löngu og hlátursríku samtali síðar var niðurstaðan komin í ljós: Ég var gabbaður til að kaupa blóm af 15 ára stráki með gleraugu og spangir. Óli vissi ekki um hvað ég var að tala.
Fyrir þúsund krónurnar hefur hann líklega keypt 10 svona blóm og stofnað mafíu.
Vel á minnst; blóm fæst gefins.
mánudagur, 30. nóvember 2009
sunnudagur, 29. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tvennt gerðist í gær:
1. Körfuboltaleikur
UMFÁ spilaði sinn rosalegasta leik hingað til í gær gegn HK í Kópavogi. Eftir fyrsta fjórðung var staðan ca 20-6 fyrir HK. Í hálfleik var HK 17 stigum yfir, 37-20. Sennilega verstu tveir fjórðungar í sögu UMFÁ.
Í seinni hálfleik gerðist eitthvað stórkostlegt. Svo stórkostlegt að ég á erfitt með að lýsa því. Svo ég sleppi því.
Seinni hálfleikurinn fór 54-27 fyrir UMFÁ, samtals 74-64 sigur hjá UMFÁ! Ég gubbaði næstum úr hamingju þegar lokaflautan gall.
Svona var þróun leiksins, gróflega áætlað:

2. Djamm
Í gærkvöldi mætti ég í partí í annað sinn á átta dögum og fjórða sinn á þessu ári. Mig grunar að fólk átti sig ekki á hversu stórar fréttir þetta eru, svo ég útbjó súlurit:
Með partíinu í gær hef ég aukið skemmtanalíf mitt um 100% frá 2008 og um ∞% frá sama tímabili í fyrra.
Hér er svo mynd sem reynt var að taka í morgun einhverntíman, án árangurs:

Ég sofnaði klukkan 8 í morgun. Takk Tekíla frænka.
1. Körfuboltaleikur
UMFÁ spilaði sinn rosalegasta leik hingað til í gær gegn HK í Kópavogi. Eftir fyrsta fjórðung var staðan ca 20-6 fyrir HK. Í hálfleik var HK 17 stigum yfir, 37-20. Sennilega verstu tveir fjórðungar í sögu UMFÁ.
Í seinni hálfleik gerðist eitthvað stórkostlegt. Svo stórkostlegt að ég á erfitt með að lýsa því. Svo ég sleppi því.
Seinni hálfleikurinn fór 54-27 fyrir UMFÁ, samtals 74-64 sigur hjá UMFÁ! Ég gubbaði næstum úr hamingju þegar lokaflautan gall.
Svona var þróun leiksins, gróflega áætlað:

2. Djamm
Í gærkvöldi mætti ég í partí í annað sinn á átta dögum og fjórða sinn á þessu ári. Mig grunar að fólk átti sig ekki á hversu stórar fréttir þetta eru, svo ég útbjó súlurit:

Hér er svo mynd sem reynt var að taka í morgun einhverntíman, án árangurs:

Ég sofnaði klukkan 8 í morgun. Takk Tekíla frænka.
föstudagur, 27. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tók fyrsta skrefið í átt að bættri/nútímavæddri síðu í kvöld þegar ég bætti við "Síðurnar mínar" og "Ég á netinu" hér í tenglunum til hægri ásamt smávægilegum lagfæringum.
Mig grunar að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu stórt skref þetta er fyrir mig. Ég hata breytingar. Sérstaklega á hlutum sem ganga upp óbreyttir.
Ég var t.d. sá eini sem neitaði að láta breyta BMX hjólinu sínu þegar ég var lítill, af því ég treysti verksmiðjunni betur en vinum mínum sem sögðu hjólið mjög glatað óbreytt.
Hugmyndir að breytingum á þessari síðu eru vel þegnar, að því gefnu að ég þurfi ekki að breyta hatrinu sem kraumar innra með mér.
Mig grunar að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu stórt skref þetta er fyrir mig. Ég hata breytingar. Sérstaklega á hlutum sem ganga upp óbreyttir.
Ég var t.d. sá eini sem neitaði að láta breyta BMX hjólinu sínu þegar ég var lítill, af því ég treysti verksmiðjunni betur en vinum mínum sem sögðu hjólið mjög glatað óbreytt.
Hugmyndir að breytingum á þessari síðu eru vel þegnar, að því gefnu að ég þurfi ekki að breyta hatrinu sem kraumar innra með mér.
fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tók frí fyrir hádegi í dag og ætlaði að mæta á slaginu kl. 12:00 í vinnuna. Ég vaknaði kl 14:15.
Að sofa yfir sig um rúma tvo tíma þegar áætlunin er að mæta á hádegi er líklega versti árangur minn í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Þetta varpar skugga á annars góðan árangur minn í vinnunni svo til að dreifa athyglinni frá þessu er hér klassískt lag; You've got the love með Candi Station í endurhljóðblöndun Now Voyager.
Að sofa yfir sig um rúma tvo tíma þegar áætlunin er að mæta á hádegi er líklega versti árangur minn í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Þetta varpar skugga á annars góðan árangur minn í vinnunni svo til að dreifa athyglinni frá þessu er hér klassískt lag; You've got the love með Candi Station í endurhljóðblöndun Now Voyager.
miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Við upprifjunina á skólaárum mínum í HR (2003-2006) rifjaðist enn fremur upp atvik sem fékk mig til að æla úr hlátri á sínum tíma. Ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei skrifað um það, svo hér kemur sagan.
Vitlaus stofa
Í miðjum Tölfræði II gestafyrirlestri þáverandi forstöðumanns Viðskiptadeildar gekk stelpa inn í salinn. Hún ætlaði að ganga beint til sætist en stoppaði á miðju gólfi þegar hún uppgötvaði að það var tími í gangi.
Þar stóð hún í ca 2-3 sekúndur á meðan hún áttaði sig. Svo snéri hún sér við og mumblaði „Afsakið, vitlaus stofa“.
Gestafyrirlesarinn svaraði strax „Já, einmitt. Það er stofan sem er vitlaus“. Enginn hló og ekkert hljóð heyrðist nema í mér, hrínandi við að reyna að halda í mér hlátrinum.
Allavega, stelpan hætti í námi í kjölfarið og hefur ekki náð að festa sig í sessi á vinnumarkaðnum síðan. Skuldug upp fyrir haus og ein með þrjú börn, ákvað hún að taka að sér umönnun aldraðar móður sinnar, sem er að sliga hana andlega, líkamlega og peningalega.
Gott stöff.
Vitlaus stofa
Í miðjum Tölfræði II gestafyrirlestri þáverandi forstöðumanns Viðskiptadeildar gekk stelpa inn í salinn. Hún ætlaði að ganga beint til sætist en stoppaði á miðju gólfi þegar hún uppgötvaði að það var tími í gangi.
Þar stóð hún í ca 2-3 sekúndur á meðan hún áttaði sig. Svo snéri hún sér við og mumblaði „Afsakið, vitlaus stofa“.
Gestafyrirlesarinn svaraði strax „Já, einmitt. Það er stofan sem er vitlaus“. Enginn hló og ekkert hljóð heyrðist nema í mér, hrínandi við að reyna að halda í mér hlátrinum.
Allavega, stelpan hætti í námi í kjölfarið og hefur ekki náð að festa sig í sessi á vinnumarkaðnum síðan. Skuldug upp fyrir haus og ein með þrjú börn, ákvað hún að taka að sér umönnun aldraðar móður sinnar, sem er að sliga hana andlega, líkamlega og peningalega.
Gott stöff.
þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að hugsa um árin mín þrjú í Háskóla Reykjavíkur um daginn. Þá rifjuðust upp m.a. eftirfarandi atriði:
Fyrirlestrar
Eitt af því sem ég kveið hvað mest við að fara í háskóla var að halda fyrirlestra, af því ég er ekki mikið fyrir að fá flogaköst úr stressi.
Sem betur fer náði ég samningi við hvern einasta hóp um að vinna tvöfalt á við aðra í hópnum gegn því að þurfa ekki að halda fyrirlesturinn. Ég slapp í gegnum öll árin án þess að halda fyrirlestur og yfirleitt við að vinna tvöfalt á við aðra.
Páskar í skólanum
Öll þrjú árin mín í skólanum eyddi ég páskunum einn í skólanum, lærandi fyrir próf, drekkandi kók, borðandi risahraun og farandi í bíó. Hljómar illa en var stórkostlegt stökk fyrir einhverfuna í mér.
Næturnar
Á hverri önn tók ég að meðaltali 6-7 all-nighters (vaka heila nótt) fyrir próf, verkefnavinnu og/eða ritgerðasmíð. Það gera um 39 nætur vaktaðar í skólanum, yfirleitt einn.
Þessar nætur gáfu mér frelsi til að prófa mig áfram í ganga um nakinn, sem ég gerði auðvitað ekki. Amk ekki svo sannað hafi verið með óyggjandi hætti.
Félagslífið
Fór í eina vísindaferð og enga útskriftarferð. Þar með er það upptalið.
Mataræðið
Ég skiptist á að grennast hægt og grennast hratt á meðan skólanum stóð. Sennilega af því ég borðaði ekkert nema nammi, lyfti ekki lóðum og fór út að hlaupa reglulega, ásamt körfuboltaspili.
Eftir þessa upprifjun ákvað ég að þegar færi gefst mun ég án nokkurs vafa taka meira nám í HR, þá líklega tölvunarfræði. En þó ekki fyrr en ég líftryggi mig.
Fyrirlestrar
Eitt af því sem ég kveið hvað mest við að fara í háskóla var að halda fyrirlestra, af því ég er ekki mikið fyrir að fá flogaköst úr stressi.
Sem betur fer náði ég samningi við hvern einasta hóp um að vinna tvöfalt á við aðra í hópnum gegn því að þurfa ekki að halda fyrirlesturinn. Ég slapp í gegnum öll árin án þess að halda fyrirlestur og yfirleitt við að vinna tvöfalt á við aðra.
Páskar í skólanum
Öll þrjú árin mín í skólanum eyddi ég páskunum einn í skólanum, lærandi fyrir próf, drekkandi kók, borðandi risahraun og farandi í bíó. Hljómar illa en var stórkostlegt stökk fyrir einhverfuna í mér.
Næturnar
Á hverri önn tók ég að meðaltali 6-7 all-nighters (vaka heila nótt) fyrir próf, verkefnavinnu og/eða ritgerðasmíð. Það gera um 39 nætur vaktaðar í skólanum, yfirleitt einn.
Þessar nætur gáfu mér frelsi til að prófa mig áfram í ganga um nakinn, sem ég gerði auðvitað ekki. Amk ekki svo sannað hafi verið með óyggjandi hætti.
Félagslífið
Fór í eina vísindaferð og enga útskriftarferð. Þar með er það upptalið.
Mataræðið
Ég skiptist á að grennast hægt og grennast hratt á meðan skólanum stóð. Sennilega af því ég borðaði ekkert nema nammi, lyfti ekki lóðum og fór út að hlaupa reglulega, ásamt körfuboltaspili.
Eftir þessa upprifjun ákvað ég að þegar færi gefst mun ég án nokkurs vafa taka meira nám í HR, þá líklega tölvunarfræði. En þó ekki fyrr en ég líftryggi mig.
mánudagur, 23. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er helgin komin og farin. Svona eyddi ég henni:

Þar af vakandi:

Áfengislega:

Á þessa mynd fór ég í bíó:

Langt síðan ég hef séð jafn rosalega leiðinlega mynd. 0 stjarna af 4.

Þar af vakandi:

Áfengislega:

Á þessa mynd fór ég í bíó:

Langt síðan ég hef séð jafn rosalega leiðinlega mynd. 0 stjarna af 4.
sunnudagur, 22. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á föstudaginn tapaði lið mitt sínum fyrsta leik í 2. deildinni með tveimur stigum. Í framhaldinu héldu nokkrir vaskir sveinar til Gutta þar sem m.a. þetta gerðist:
og þetta:

Síðan var farið niður í bæ þar sem liðið kallaði körfuboltakerfi við litla hrifningu viðstaddra. Kerfi 3 fór sérstaklega illa í menn en það fól í sér að skrína karlmann á meðan konan hans var tekin afsíðis.
Hér er svo listinn yfir það sem ég gerði í gær:
og þetta:

Síðan var farið niður í bæ þar sem liðið kallaði körfuboltakerfi við litla hrifningu viðstaddra. Kerfi 3 fór sérstaklega illa í menn en það fól í sér að skrína karlmann á meðan konan hans var tekin afsíðis.
Hér er svo listinn yfir það sem ég gerði í gær:
föstudagur, 20. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fyrrakvöld fór ég á körfuboltaæfingu. Í gærkvöldi fór ég líka á körfuboltaæfingu. Í kvöld spila ég körfuboltaleik með UMFÁ gegn Reyni Sandgerði, í Sandgerði. Í fyrramálið er svo körfuboltaæfing, sem er síðasta æfingin fyrir æfingaleik í körfubolta á mánudaginn.
Svo ætla ég í bíó á laugardagskvöldið.
Fjölbreytileikinn í lífi mínu er nánast óendanlegur.
Svo ætla ég í bíó á laugardagskvöldið.
Fjölbreytileikinn í lífi mínu er nánast óendanlegur.
fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi bjóst ég aldrei við að sjá um ævina:
Bob Dylan...
...með sítt, sléttað hár (og mjög svalur þannig).
...gefandi út jólalag, hvað þá heilan jóladisk.
...komandi fram í tónlistarmyndbandi við eitt jólalaga sinna.
...dansandi í myndbandi.
En þetta er nýjasta myndbandið hans:
Flott lag og myndband hjá kappanum.
Annað sem ég bjóst ekki við að heyra:
Coldplay...
...að gefa út lag sem lætur mig ekki kasta upp blóði úr viðbjóði.
En þetta gáfu þeir út nýlega:
Kem þessu lagi ekki úr hausnum á mér.
Bob Dylan...
...með sítt, sléttað hár (og mjög svalur þannig).
...gefandi út jólalag, hvað þá heilan jóladisk.
...komandi fram í tónlistarmyndbandi við eitt jólalaga sinna.
...dansandi í myndbandi.
En þetta er nýjasta myndbandið hans:
Flott lag og myndband hjá kappanum.
Annað sem ég bjóst ekki við að heyra:
Coldplay...
...að gefa út lag sem lætur mig ekki kasta upp blóði úr viðbjóði.
En þetta gáfu þeir út nýlega:
Kem þessu lagi ekki úr hausnum á mér.
miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fagna því þessa dagana að tvær vikur eru liðnar síðan ég fann fyrst fyrir kvefeinkennum.
Það sem er sérstakt við þetta kvef er þrautsegjan og hvernig það virðist aukast dag frá degi, út í hið óendanlega.
Í fyrrakvöld hélt ég t.d. að hámarkinu væri náð, þegar ég var orðinn "frekar slappur". Í gærkvöldi hafði það svo aukist í "talsvert slappur" og í morgun "sæmilega slappur".
En nóg af orðum. Graf segir meira en þúsund orð. Smellið á myndina fyrir stærra eintak.
Það sem er sérstakt við þetta kvef er þrautsegjan og hvernig það virðist aukast dag frá degi, út í hið óendanlega.
Í fyrrakvöld hélt ég t.d. að hámarkinu væri náð, þegar ég var orðinn "frekar slappur". Í gærkvöldi hafði það svo aukist í "talsvert slappur" og í morgun "sæmilega slappur".
En nóg af orðum. Graf segir meira en þúsund orð. Smellið á myndina fyrir stærra eintak.

þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi var ég kynntur fyrir frægum sjónvarpsmanni sem "mest introvert náunga landsins sem hatar fólk" af samstarfsmanni mínum sem er þekktur fyrir að vera hreinskilinn.
Þetta er líklega besta lýsing á mér sem ég hef heyrt.
Síðar um kvöldið sagði körfuboltafélagi minn að ég væri alveg eins og þessi skrítni í Black Eyed Peas. Eftir nánari eftirgrenslan komst ég að því að hann átti við Taboo Nawasha (sjá mynd að neðan).

Það er sennilega versta lýsing á mér sem ég hef heyrt. Ég sendi boltann ekkert á umræddan liðsfélaga í leiknum í gær. Hann lærði lexíuna.
Þetta er líklega besta lýsing á mér sem ég hef heyrt.
Síðar um kvöldið sagði körfuboltafélagi minn að ég væri alveg eins og þessi skrítni í Black Eyed Peas. Eftir nánari eftirgrenslan komst ég að því að hann átti við Taboo Nawasha (sjá mynd að neðan).

Það er sennilega versta lýsing á mér sem ég hef heyrt. Ég sendi boltann ekkert á umræddan liðsfélaga í leiknum í gær. Hann lærði lexíuna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)