miðvikudagur, 25. nóvember 2009

Við upprifjunina á skólaárum mínum í HR (2003-2006) rifjaðist enn fremur upp atvik sem fékk mig til að æla úr hlátri á sínum tíma. Ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei skrifað um það, svo hér kemur sagan.

Vitlaus stofa
Í miðjum Tölfræði II gestafyrirlestri þáverandi forstöðumanns Viðskiptadeildar gekk stelpa inn í salinn. Hún ætlaði að ganga beint til sætist en stoppaði á miðju gólfi þegar hún uppgötvaði að það var tími í gangi.

Þar stóð hún í ca 2-3 sekúndur á meðan hún áttaði sig. Svo snéri hún sér við og mumblaði „Afsakið, vitlaus stofa“.

Gestafyrirlesarinn svaraði strax „Já, einmitt. Það er stofan sem er vitlaus“. Enginn hló og ekkert hljóð heyrðist nema í mér, hrínandi við að reyna að halda í mér hlátrinum.

Allavega, stelpan hætti í námi í kjölfarið og hefur ekki náð að festa sig í sessi á vinnumarkaðnum síðan. Skuldug upp fyrir haus og ein með þrjú börn, ákvað hún að taka að sér umönnun aldraðar móður sinnar, sem er að sliga hana andlega, líkamlega og peningalega.

Gott stöff.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.